Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 137
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 137
Helga Þóra eiðsdóttir, markaðsstjóri og upplýsingafulltrúi BioeFFeCT.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Ein besta húðvara í heimi
BIOEFFECT
Vörur frá BiOeffeCt hafa notið mikilla vinsælda og hefur meðal annars verið fjallað um
þær í helstu tískublöðum heims.
H
elga Þóra
Eiðs dóttir er
mark aðs stjóri
BIOEFFECT:
Hvaða árangur ert þú
ánægðust með innan fyrirtækis
þíns á undanförnum árum?
„Ég er afskaplega stolt af því
að BIOEFFECT er með mest
seldu íslensku húðvöruna hér á
landi og mun markaðshlutdeild
okkar vaxa enn frekar eftir
að við kynntum til leiks
BIOEFFECT núna í maí. Það
eru nákvæmlega fimm ár síðan
BIOEFFECT EGFserumið
var fyrst sett á markað og í dag
erum við á 25 mörkuðum og í
yfir 1.000 verslunum.
Við erum í skýjunum yfir því
að vera í fimmta sæti á lista
Madame Figaro Beauty Guide
2015 yfir bestu snyrtivörur í
heimi. Þetta er harður heimur
og mikil samkeppni og okkur
óraði aldrei fyrir að ná þessum
árangri á fimm árum. Á þessum
lista eru vörur sem allir þekkja
og dást að, líkt og Chanel No
5 sem er í 7. sæti, bláa sígilda
Niveakremið nr. 15 og Opium
ilmurinn frá YSL sem er í því
23. Þetta segir skýrt að við
erum með eina bestu húðvöru í
heimi!“
EgF day serum
slær í gegn
Hefur BIOEFFECT bryddað
upp á nýjungum í vöru og/eða
þjónustu undanfarna mánuði?
„Fyrirtækið kom með nýja
vöru á markað fyrir nokkrum
mánuðum; EGF Day Serum.
Þetta er einstök vara sem hefur
fengið afar góðar viðtökur og
hefur nú þegar fengið verðlaun
í Belgíu fyrir að vera besta
serumið á markaðnum.“
Eruð þið með einhverja sér
staka stefnu varðandi ímynd
og menningu fyrirtækisins?
„Við höfum unnið mjög ítar
lega vinnu í að skilgreina hvað
vörumerkið okkar stend ur fyrir
og erum stolt af. Vinnan tók
rúmt ár og tóku starfsmenn,
dreifiaðilar og aðrir hags
muna aðilar þátt í henni. Ég
verð að viðurkenna að ég er
afar hreykin af afrakstrinum
– sem við vinnum markvisst
samkvæmt. Þetta er okkar
„biblía“ og áttaviti sem sýnir
fyrir hvað við stöndum og gefur
dreifiaðilum okkar skýra stefnu.
Það sem þú sérð hér á Íslandi
er sama brandið/vörumerkið og
þú sérð í Bretlandi, Þýskalandi,
Ástralíu, Kína o.s.frv. Það
skiptir okkur miklu máli að
ásýnd BIOEFFECT sé sú sama
hvar sem þú ert í veröldinni.
áhersla á klínískar
rannsóknir
Það sem er einstakt við okkar
vörur er að þetta er eini EGF
vaxtarþátturinn í heiminum
(Epidermal Growth Factor) sem
framleiddur er í plöntum, svo
framleiðsluaðferðin er einstök.
Einnig leggjum við mikla
áherslu á klínískar rannsóknir,
sem við framkvæmum sjálf,
sem og rannsóknir óháðra
aðila á borð við dr. Moy, sem er
fyrrverandi formaður samtaka
húðlækna í Bandaríkjunum.
Einnig gerði dr. Kerscher,
prófess or og húðlæknir við
háskólann í Hamborg, afar at
hyglis verða rannsókn þar sem
niðurstöðurnar eru vægast sagt
ótrúlegar.“
„Við erum í skýjunum yfir
því að vera í fimmta sæti á
lista Madame Figaro Beauty
Guide 2015 yfir bestu
snyrtivörur í heimi. Þetta
er harður heimur og mikil
samkeppni og okkur óraði
aldrei fyrir að ná þess um
árangri á fimm árum.“