Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
F yrir mér standa þrír þættir upp úr í kvenna bar áttunni: Kvenna frí dag urinn árið 1975, Kvennalistinn í alþingis kosn ingunum og lög um
jafnari hlut kynja í stjórnum félaga.
Hins vegar finnst mér enn vanta að þjón
usta við foreldra barna á leikskóla og
grunnskólaaldri taki mið af þörfum at
vinnulífsins. Ég tel að starfsdagar í því
formi sem þeir eru í dag eigi alls ekki að
vera við lýði. Foreldrar hafa eytt lunganum
af orlofsdögum í þessa starfsdaga, sem
nýtast fjölskyldunni ekki til jákvæðrar
samveru.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Icepharma á undanförnum árum?
„Það er erfitt að benda á eitt atriði. Ég
er mjög stolt yfir þeim öfluga hópi starfs
fólks sem starfar hjá Icepharma og
tekst daglega á við ný úrlausnarefni og
leitar bestu lausna á þeim. Þetta gagnast
öllum okkar samstarfsaðilum. Verkföll í
heilbrigðiskerfinu hafa haft veruleg áhrif
og ég tel að okkar fólk hafi oft komið með
góðar lausnir á erfiðum tímum.
Ég tel að markaðssetning okkar hjá
Nike, sem við erum umboðsaðilar fyrir,
hafi skilað sér mjög vel út á markaðinn en
við höfum verið leiðandi í notkun sam
félagsmiðla með góðum árangri.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Að losa okkur út úr verkföllum opinberra
starfsmanna. Út frá þjóðhagslegu sjónar
miði eru höftin stærsta hindrun fyrir
eðlilegu viðskiptalífi. Þess vegna er það
mikið ánægjuefni að verið sé að losa um
þau og í fyrsta sinn í langan tíma nást sátt
um veigamikil atriði í íslensku þjóðfélagi.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki, drifkraftur, yfirsýn og
glaðlyndi.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Að reyna að tryggja að almennar launa
hækkanir á vinnumarkaði setji ekki
verðbólguhjólin í gang og að tryggja að
atvinnustig haldist.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Amma mín, sem gat umgengist jafnt háa
sem lága í þjóðfélaginu af sömu virðingu.
Aðrar konur sem hafa haft áhrif á mig eru
rithöfundarnir Astrid Lindgren og Lise
Nörgaard.“
Margrét Guðmundsdóttir,
forstjóri Icepharma hf.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
stjórnarformaður n1 og situr í stjórn Heklu
hf., eignarhaldsfélagsins lyngs ehf. og
lyfjaþjónustunnar ehf.
margrét
Margrét Guðmundsdóttir. „Að reyna að tryggja að almennar launa hækkanir á vinnu
markaði setji ekki verðbólguhjólin í gang og að tryggja að atvinnustig haldist.“
drifkraftur, yfirsýn og glaðlyndi
Heið arleiki,
www.tk . is
STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL AF
FALLEGUM GJAFAVÖRUM
Matar- og kastell - hnífapör - glös - lampar - rúmföt - Swarovski
skartgripir ásamt miklu úrvali af iittala
L A U G A V E G I 1 7 8
OPNUNARTÍMI:
BRÚÐKAUPSGJAFIR - AFMÆLISGJAFIR - ÚTSKRIFTARGJAFIR - FERMINGARGJAFIR
www.tk . is
Opið virka daga: 11:00 - 18:00
Laugardaga: 11:00 - 16:00
Sunnudaga: Lokað