Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 132
132 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Öflugt fyrirtæki á ráðstefnu- og viðburðamarkaði
CP Reykjavík
Með sameiningu tveggja rótgróinna fyrirtækja í upphafi árs, Congress Reykjavík og Practical,
varð til risi á ráðstefnu- og viðburðamarkaðnum á Íslandi.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Myndir: Geir Ólafsson
V
iðskiptafélagarnir
Lára B. Péturs
dótt ir og Marín
Magnúsdóttir segja
sameininguna hafa gengið
framar vonum. Þær telja að á
næstu árum eigi áhugi á Íslandi
sem áfangastað fyrir stórar
ráðstefnur, ýmsa viðburði og
hvataferðir eftir að stóraukast.
Starfsemi CP Reykjavík er
skipt upp í þrennt; ráðstefnur,
viðburði og hvataferðir. Lára
rak áður Con gress Reykjavík
og er framkvæmda stjóri ráð
stefnudeildar. Marín rak
áður Practical og er fram
kvæmdastjóri viðburðadeildar:
„Við höldum okkur því við sér
svið okkar, Lára í ráð stefn unum
og ég í viðburðunum og hvata
ferðunum. Stóri mun ur inn er
sá að í dag getum við þjón ustað
mun breiðari hóp við skipta vina
frá AÖ,“ segir Marín.
Fjölbreytt flóra verkefna
Verkefni CP Reykjavík eru
afar fjölbreytt á sviði ráðstefna,
viðburða og hvataferða: „Í
sömu vikunni erum við kannski
að setja upp óvissuferð fyrir
starfsmenn 200 manna fyrir
tækis á Íslandi upp í það að
skipu leggja 2.000 manna
alþjóðlega ráðstefnu, og allt
þar á milli,“ segir Lára. „Sama
hvort verkefnið er stórt eða
lítið þá verður allt að ganga
upp. Breiddin og reynslan
sem í starfsmannahópnum býr
gerir okkur kleift að takast á
við þessi ólíku og fjölbreyttu
verkefni.“
Af fjölda verkefna má t.d.
nefna að CP Reykjavík að
stoðaði við skipulag og utan
umhald ráð stefn unnar WE
Inspirally 2015 – Closing The
Gender Gap sem haldin var í
tilefni ald ar afmælis kosn inga
réttar kvenna á Íslandi hinn 19.
júní. Einnig má nefna ný afstaðið
verk efni; Vísir 50 ára. En sjávar
útvegsfyrirtækið Vísir í Grinda
vík á 50 ára starfs afmæli í ár og
kom CP Reykja vík að skipu lagi
af mælis há tíðarinnar sem og
mót töku erlendra gesta þeirra í
ævin týra ferðir.
mjög spennandi tímar
fram undan
Aukinn áhugi ferðamanna á
Íslandi dylst engum. Reynsla í
öðrum löndum hefur sýnt að í
kjölfar fjölgunar ferðamanna
eykst áhuginn á landinu sem
áfangastað fyrir ráðstefnur, við
burði og hvataferðir. Þær Lára
og Marín spá því að á næstu
árum verði gríðarleg aukn ing á
þessum markaði á Íslandi.
„Við vildum vera tilbúnar til
að taka við þessari aukningu
og þess vegna sameinuðum við
fyrirtæki okkar í CP Reykjavík.
Við erum sterkari saman og
tilbúnar til að takast á við stærri
og fjölbreyttari verkefni en
nokkru sinni fyrr.“
Verkefni CP Reykjavík
eru afar fjölbreytt á sviði
ráðstefna, viðburða og
hvataferða: „Í sömu vik
unni erum við kannski að
setja upp óvissuferð fyrir
starfsmenn 200 manna
fyrir tækis á Íslandi upp í
það að skipu leggja 2.000
manna alþjóðlega ráð
stefnu, og allt þar á milli,“
segir Lára.