Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 180
180 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
„Æðsta húsfreyja hins
íslenzka Iýðveldis“
Það kom í hlut Georgíu Björnsson að móta hlutverk eiginkonu forseta
Íslands. Í stjórnarskrá er ekkert um það fjallað. Georgía tók með sér
hefðir að utan og aðlagaði þær íslenskum aðstæðum.
Forsetafrúrnar á Bessastöðum:
TexTi: GíSli KriSTJánSSon
Myndir: viGfÚS SiGurGeirSSon oG Gunnar v. andréSSon
Georgía
kom fyrst
til Íslands 17
ára gömul rétt
eftir aldamót in að
heimsækja bróður
sinn. Þar hitti hún Sig ríði
Björnsdóttur, systur Sveins
Björns sonar, fyrir tilviljun í skoð
unar ferð á Þingvöllum. Síðar fór
Sigríður til náms í málaralist í
Kaupmannahöfn og þá hittust
þær Georgía á götu, aftur fyrir
tilviljun. Sigríður var að leita að
húsnæði og Georgía greiddi úr
þeim vanda. Hún sagði svo frá
síðar í blaðinu 19. júní:
„Ég bjó þá hjá gamalli ekkju
frú, sem var ákaflega siðavönd,
en samþykkti þó að taka Sigríði
líka ef ég vildi ábyrgjast hana
og það var ég ekkert hrædd
við. Sveinn, bróðir hennar, var
þá á háskólanum í Kaupmanna
höfn og dáðist gamla konan
að því, hvað hann væri góður
bróðir og kæmi oft að heim
sækja systur sína.“
Þetta varð til þess að Sveinn
og Georgía giftust árið 1908 og
fluttu til Íslands. Þannig atvik
aðist það að fyrsta forsetafrúin
á Bessastöðum var dönsk. Þau
hjón bjuggu á Íslandi fram til
ársins 1920 þegar Sveinn varð
fyrsti sendiherra Íslands og þau
fluttu til Kaupmannahafnar.
Eftir það var heimili þeirra
meira og minna ytra fram í síðari
heims styrjöld þegar Sveinn kom
heim til að taka við em bætti
ríkisstjóra eftir hernám Dan merk
ur og svo forseti við stofn un
lýð veldis árið 1944.
Bessastaðir urðu fyrir valinu
sem forsetasetur fremur en
forset inn sæti í Reykjavík. Á
Bessa stöðum voru virðuleg húsa
kynni – í dönskum stíl – en þau
þurfti að lagfæra og bæta við.
Mótun Bessastaða sem forseta
seturs innanhúss var að miklu
verk Georgíu.
um Þetta sagði birgir
thorlacius forseta
ritari
„En þegar búið var að prýða
staðinn sómasamlegum bygg
ingum kom í hlut frú Georgíu,
fremur en nokkurs eins manns
annars, að segja fyrir um hinn
innri búnað heimilisins og síðast
en ekki sízt mótun heimilis hátta.“
Steingrímur Steinþórsson for
sætisráðherra lagði líka áherslu
á húsmóðurhlutverk forsetafrú
arinnar og sagði að hún væri
„þessi æðsta húsfreyja hins
íslenzka lýðveldis“.
Þarna má auðvitað heyra
endur óm af bandaríska titlinum
„First Lady“ um forsetafrúna.
En líklega hefur fyrst og fremst
gætt danskra áhrifa í hemilis
haldi á Bessastöðum eftir öll ár
forsetahjónanna sem sendi
herrahjón í Kaupmannahöfn.
Georgía fæddist árið 1884 og
lést á Landspítalanum í Reykja
vík 18. september 1958, fjórum
árum eftir Sveinn maður henn ar
andaðist. Hún hét fullu nafni
Georgía HoffHansen Björns son.
Þau áttu sex börn.
Georgía Hoff-Hansen Björns-
son, eiginkona Sveins Björns-
sonar, fyrsta forseta íslands.
Mótun Bessastaða sem
forsetaseturs innanhúss var
að miklu leiti verk Georgíu.