Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 102
102 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Þ að er helst fernt sem mér finnst standa upp úr í kvennabaráttunni er maður lítur yfir sviðið og tímabilið sem ég sjálf hef lifað. Þar ber hæst
kvennafrídaginn 24. október 1975; kjör
Vigdísar Finnbogadóttur til forseta 1980;
breytingarnar á fæðingarorlofslöggjöfinni
og síðan tel ég lög um kynjakvóta í stjórn
um fyrirtækja og stofnana hafa verið
gríðarlega mikilvægt skref og skilað mikl
um árangri.“
Hvaða framfarir ertu ánægðust
með í rekstri Samtaka iðnaðarins á
undanförnum árum?
„Ég er auðvitað gríðarlega ánægð með
þann mikla fjölda fyrirtækja sem fylkir sér
saman undir regnhlíf Samtaka iðnaðarins.
Við höfum verið að fara í gegnum mót
unarferli hjá Samtökunum, erum að
skerpa fókusinn, allt til þess að geta veitt
félags mönnum okkar þjónustu með sem
bestum hætti. Við erum búin að einfalda
hjá okkur strúktúrinn og ég er sérstaklega
ánægð með að við erum að leggja áherslu á
hugverkaiðnað en þar liggja mikil tækifæri
framtíðarinnar.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Eitt brýnasta verkefnið næsta árið er að
gæta þess að kjarasamningarnir fari ekki
út í verðlagið. Að ná hagræði í rekstri til
að mæta erfiðum kjarasamningum. Það
verður krefjandi verkefni, sérstaklega fyrir
mannaflsfrek fyrirtæki, á næstu mánuðum.
Ég tel líka að það verði mikil samkeppni
um vinnuafl. Nú eru að fara í gang fram
kvæmdir bæði á Bakka og eins við
Grundar tanga og ljóst að það verður mikil
eftir spurn eftir iðnaðarmönnum. Það gæti
orðið snúið fyrir marga stjórnendur að fá
til sín hæft fólk.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Heiðarleiki, traust og hreinskilni er það
sem ég kann best að meta í fari fólks hvort
sem það eru stjórnendur, leiðtogar eða
aðrir. Svo finnst mér alveg nauðsynlegt
að fólk hafi einhvern snefil af húmor.
Það verður allt svo miklu auðveldara ef
við kryddum okkar daglega líf með smá
húmor.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Það er að skapa sátt úti í atvinnulífinu.
Það er bæði reiði og óánægja undirliggjandi
og við þurfum öll að leggjast á eitt að vinna
að auknu umburðarlyndi og samstöðu.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Þær konur sem standa mér næst hafa
verið mínar helstu fyrirmyndir í lífinu sem
og í stjórnun. Móðir mín, Laufey Valdi
marsdóttir, systir mín, Aldís, og Janne
Sig urðsson eru allt flottar konur og góðar
fyrirmyndir.“
Guðrún Hafsteinsdóttir,
formaður Samtaka iðnaðarins
samtök á vInnumarkaðI
formaður samtaka iðnaðarins, situr í stjórn
Kjöríss, bláa lónsins, samtaka atvinnulífsins
og Háskólans í reykjavík.
guðrún
traust og hreinskilni
Heið arleiki,
Guðrún Hafsteinsdóttir. „Eitt brýnasta verkefnið næsta árið er að gæta þess að kjarasamningarnir fari ekki út í verðlagið.“
Uppspretta ánægjulegra viðskipta
Til hamingju
íslendingar
með
100 ára afmæli
kosningaréttar
kvenna.
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Bjarni
Magnús
Gunnar
HannesÞórunn Stefán Kristján AntonÞóreyAndri Lára
Arna Harpa Jóhanna Kristín Sigríður Vernharð
Eva
Magnús F
510 7900