Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 106
106 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Stærsti sigurinn er að þetta er orðin jafnréttisbarátta fremur en kvennabarátta, snýst um jafnrétti kynja og er orðið mál karla og kvenna,“ segir Margrét Sand ers en
þessi atriði finnst henni hafa staðið upp úr í
kvennabaráttunni síðustu áratugi.
Hvaða framfarir ertu ánægðust með í
rekstri Deloitte á undanförnum árum?
„Það að við ákváðum árið 1999 að afnema
kynjamun launa með öllu – það tókst.
Ákvörð un og vilji til að breyta var allt sem
þurfti.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni á
borðum íslenskra stjórnenda um þessar
mundir?
„Núna þegar nýbúið er að skrifa undir
stóra kjarasamninga getum við sagt að
ábyrgð okkar er mikil varðandi það að
samningarnir ógni ekki stöðugleikanum.“
Hvað líkar þér almennt best í fari
stjórnenda og leiðtoga?
„Auðmýkt, virðing fyrir náunganum og
að vera óhræddur við að taka ákvarðanir
– vinsælar og óvinsælar. Þeir sem ætla sér
að þóknast öllum enda með því að þóknast
engum.“
Hver telur þú vera brýnustu verkefni innan
atvinnulífsins um þessar mundir?
„Að byggja upp traust á vinnumarkaðnum,
þar er ábyrgð allra mikil. Nú þegar
þessari lotu kjarasamninga lýkur eigum
við að nýta tímann vel og þar er tvennt
sem þarf að horfa til. Í fyrsta lagi skoða
hvort vinnumarkaðsmódelið á Norður
löndum hentar okkur ekki betur þar
sem útflutningsgreinarnar stjórna launa
þróun. Þegar vel gengur fá laun þegar
að njóta vel, þegar illa gengur er ekki
möguleiki á launahækkunum. Ríkis
starfs menn verða einnig að fá að njóta
sam bærilegrar launaþróunar og eiga
ekki að þurfa að sækja það í verkföll
um. Ríkisstarfsmenn geta aldrei stýrt
launa þróun á vinnumarkaði.
Hitt atriðið sem mig langar til að nefna
er breyting á launakerfi, hækka þarf
grunnlaun, samningsbundnar álags greiðsl
ur á laun lækki og auka ætti sveigjanleika
í skipulagi vinnutíma til hagsbóta fyrir
alla. Íslendingar vinna langan vinnudag
en framleiðni er minni en í saman
burðarríkjunum og því þurfum við að
breyta.“
Hvaða konur hafa verið þér fyrirmynd í
stjórnun?
„Ég er alltaf að skipta um skoðun, ansi
margir sem koma í huga þegar talað er
um fyrirmyndir. Núna vil ég nefna tvo
stjórnmálamenn sem ég vitna mikið í, þær
Margret Thatcher, þótt mér hafi fundist
hún alltof mikið til hægri, og svo Angela
Merkel. Fyrirmyndin er þó Mahatma
Gandhi og hans lífsspeki, ef fleiri væru með
hans auðmýkt væri lífið miklu betra.“
Margrét Sanders, formaður SVÞ
og framkvæmdastjóri hjá Deloitte
samtök á vInnumarkaðI
stjórnarformaður sVÞ, hún situr í stjórn
og framkvæmdastjórn sA og hún situr
einnig í stjórn AMís (Amerísk-íslenska
viðskiptaráðsins).
margrét
Auðmýkt og virðing fyrirnáunganum mikilvæg
Margrét Sanders. „Núna þegar nýbúið er að skrifa undir stóra kjarasamninga getum við sagt að
ábyrgð okkar er mikil varðandi það að samningarnir ógni ekki stöðugleikanum.“