Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 167

Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 167
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 167 í kring,“ segir Kristín Vala Matthías dóttir, framkvæmda ­ stjóri Auðlindagarðsins. Framleiðsla jarðvarmaversins á Reykjanesi hófst árið 2006. Kristín Vala segir að virkjun jarðvarma á Reykjanesi hafi verið áskorun allt frá upphafi, annars vegar vegna samspils mikill ar seltu, hitastigs og upp­ leystra steinefna. „Hins vegar fylgja áskorunum tækifæri sem hafa leitt af sér nýsköpun og þróun. Þetta hefur í gegnum árin kennt okkur lausnamiðað og framsýnt viðhorf sem leggur grunn að þeim anda sem ríkir hjá HS Orku og fyrirtækjum í Auðlindagarðinum.“ Fyrirtæki nýta auðlindastrauma Auðlindagarðurinn er eitt af fjórum kjarnasviðum HS Orku og á að stuðla að fjölnýtingu auðlindanna á svæðinu. „Við nýtum í dag sjö strauma sem koma frá jarð varma ver ­ unum og enn í dag eru straum ­ arnir ekki fullnýttir. Við hjá HS Orku vinnum að því að koma þessum straumum í nýtingu hjá nýjum og sér hæfðum fyrirtækjum en öll þau fyrirtæki Auðlindagarðsins sem nýta strauma frá jarð varma verum HS Orku byggja á rannsóknum, þróun og nýsköpun.“ Fyrirtæki í Auðlindagarðinum nýta með beinum hætti tvo eða fleiri auðlindastrauma. Starf ­ semi garðsins byggist upp á sameiginlegum hagsmunum en affall eins fyrirtækis er hrá ­ efni fyrir annað. Fyrirtækin sem um ræðir eru Bláa lónið; Lækningalind Bláa lóns ins; Northern Light inn hótel; CRI, sem framleiðir endur nýjan ­ legt metanól úr kol tví sýringi; Græna smiðjan, sem er há­ tæknigróðurhús ORF Líftækni; Haustak og Há teigur, sem þurrka dálka og fisk hausa í fersku lofti; og Stolt Sea Farm, sem rekur stærsta fiskeldi landsins og ræktar þar senegal ­ flúru, sem er hlý sjávar fiskur. „Haustak og Háteigur þurrka með jarðvarma fiskúrgang, fisk hausa, sem áður var hent og flytja út á Afríkumarkað og þá aðallega til Nígeríu. Það er skemmtileg staðreynd að ef keypt er þurrkuð fiskafurð þar í landi eru 70% líkur á að hún sé frá Íslandi.“ Um 35 manns starfa í jarðvarmaverunum en um 500 störf má rekja beint til Auðlindagarðsins. „Ég leyfi mér því að fullyrða að virkj un jarðhita á Suðurnesjum leggur til hráefni í fjölþætta fram­ leiðslu.“ liður í sjálfbærri nýtingu markmiðið með Auðlindagarðinum er samfélag án sóunar, varfærni í umgengni við umhverfi og auðlindir, aukin hagsæld og jákvæð og markviss samfélagsþróun. Sjö meginþættir tengjast hugs ­ uninni á bak við Auðlinda ­ garðinn. Í fyrsta lagi er það samnýting allra hlutbundinna og óhlutbundinna auðlinda sem staðurinn býður upp á hvort sem það eru auðlindirnar, land­ svæði og innviðir eða menning, saga, þekking og mannauður. Í öðru lagi er það jöfn áhersla á jafnvægi í náttúrunni, hagsæld og framfarir í samfélaginu. Í þriðja lagi að byggja brú á milli ólíkra starfsgreina, menningar­ og tækniheima. Í fjórða lagi rannsóknir, þróun og nýsköpun. Í fimmta lagi þverfagleg starf ­ semi, í sjötta lagi menntun, þjálf un, frumkvöðlastarf og liðs heild og í sjöunda lagi er grunnur lagður til langs tíma. Kristín Vala segir að miklir þróunar­ og vaxtarmöguleikar felist í fyrirtækjum Auðlinda ­ garðsins auk þess sem fyrirsjá­ an leg er fjölgun fyrir tækja inn­ an garðsins. Auðlindastraumar frá starf­ semi HS Orku eru ekki enn fullnýttir og er mark visst unnið að því að fá ný, sérhæfð fyrirtæki í garðinn sem geta nýtt ónýtta hráefnis strauma sem eru í boði í Auðlinda garð­ inum. „Auðlindagarðurinn er liður í sjálfbærri nýtingu á jarðhita­ auðlindinni og þar er megin­ málið stöðug öflug þekkingar og reynslu og ný sköpun. Við stefnum að því að koma sem allra flestum straum um í nýtingu hjá nýjum og spennandi fyrirtækjum sem byggja á rannsóknum og þróunum. HS Orka stefnir að því að byggja upp auðlindagarða í kring­ um nýtingu á nýjum svæð um og er þessi hugmynd því ekki eingöngu bundin við Suður ­ nesin.“ konur hafa greiðan aðgang Kristín Vala er efnaverk­ fræðingur að mennt. „Í dag vinna ekki margar konur hjá HS Orku enda hafa konur ekki sótt mikið í tækni geirann; við erum sjö af rúmlega fimmtíu starfs ­ mönn um. Konur hafa greiðan aðgang að störfum í þessum geira, þær þurfa bara að sýna honum meiri áhuga. Það vinnur mikið af vélfræðingum og iðnaðarmenntuðu fólki hjá fyrirtækinu sem gaman færi að sjá fleiri konur sækja í. Ég hef fulla trú á því að innan fárra ári verði kynjahlutfallið jafnara. Ég vinn mest með karl ­ mönn um, sama hvort það er í orkuverunum eða með stjórn­ endateyminu. Þegar ég hóf störf hjá HS Orku var sagt við mig að ef ég ætlaði að geta unnið þarna yrði ég að geta tekist á inni á vellinum því allt væri gleymt eftir vinnu; þá væru allir vinir. Konur eiga það til að vera langræknar og blanda tilfinningum inn í mál sem koma upp en karlarnir gera það síður. Það er tekist á í vinnunni; maður þarf að geta staðið fyrir sínu og tekist á við strákana. Svo förum við í mat og þá geta allir spjallað saman um heima og geima.“ „Haustak og Háteigur þurrka með jarðvarma fiskúrgang, fisk hausa, sem áður var hent og flytja út á Afríkumarkað og þá aðallega til Nígeríu. Það er skemmtileg staðreynd að ef keypt er þurrkuð fiskafurð þar í landi eru 70% líkur á að hún sé frá Íslandi.“ „HS Orka stefnir að því að byggja upp auðlindagarða í kringum nýtingu á nýjum svæðum og er þessi hug­ mynd því ekki eingöngu bundin við Suðurnesin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.