Frjáls verslun - 01.05.2015, Qupperneq 167
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 167
í kring,“ segir Kristín Vala
Matthías dóttir, framkvæmda
stjóri Auðlindagarðsins.
Framleiðsla jarðvarmaversins
á Reykjanesi hófst árið 2006.
Kristín Vala segir að virkjun
jarðvarma á Reykjanesi hafi
verið áskorun allt frá upphafi,
annars vegar vegna samspils
mikill ar seltu, hitastigs og upp
leystra steinefna. „Hins vegar
fylgja áskorunum tækifæri sem
hafa leitt af sér nýsköpun og
þróun. Þetta hefur í gegnum
árin kennt okkur lausnamiðað
og framsýnt viðhorf sem leggur
grunn að þeim anda sem ríkir
hjá HS Orku og fyrirtækjum í
Auðlindagarðinum.“
Fyrirtæki nýta
auðlindastrauma
Auðlindagarðurinn er eitt af
fjórum kjarnasviðum HS Orku
og á að stuðla að fjölnýtingu
auðlindanna á svæðinu.
„Við nýtum í dag sjö strauma
sem koma frá jarð varma ver
unum og enn í dag eru straum
arnir ekki fullnýttir. Við hjá HS
Orku vinnum að því að koma
þessum straumum í nýtingu
hjá nýjum og sér hæfðum
fyrirtækjum en öll þau fyrirtæki
Auðlindagarðsins sem nýta
strauma frá jarð varma verum
HS Orku byggja á rannsóknum,
þróun og nýsköpun.“
Fyrirtæki í Auðlindagarðinum
nýta með beinum hætti tvo eða
fleiri auðlindastrauma. Starf
semi garðsins byggist upp á
sameiginlegum hagsmunum
en affall eins fyrirtækis er hrá
efni fyrir annað. Fyrirtækin
sem um ræðir eru Bláa lónið;
Lækningalind Bláa lóns ins;
Northern Light inn hótel; CRI,
sem framleiðir endur nýjan
legt metanól úr kol tví sýringi;
Græna smiðjan, sem er há
tæknigróðurhús ORF Líftækni;
Haustak og Há teigur, sem
þurrka dálka og fisk hausa í
fersku lofti; og Stolt Sea Farm,
sem rekur stærsta fiskeldi
landsins og ræktar þar senegal
flúru, sem er hlý sjávar fiskur.
„Haustak og Háteigur þurrka
með jarðvarma fiskúrgang,
fisk hausa, sem áður var hent
og flytja út á Afríkumarkað og
þá aðallega til Nígeríu. Það er
skemmtileg staðreynd að ef
keypt er þurrkuð fiskafurð þar
í landi eru 70% líkur á að hún
sé frá Íslandi.“ Um 35 manns
starfa í jarðvarmaverunum en
um 500 störf má rekja beint til
Auðlindagarðsins. „Ég leyfi
mér því að fullyrða að virkj un
jarðhita á Suðurnesjum leggur
til hráefni í fjölþætta fram
leiðslu.“
liður í sjálfbærri nýtingu
markmiðið með
Auðlindagarðinum er samfélag
án sóunar, varfærni í umgengni
við umhverfi og auðlindir,
aukin hagsæld og jákvæð og
markviss samfélagsþróun. Sjö
meginþættir tengjast hugs
uninni á bak við Auðlinda
garðinn. Í fyrsta lagi er það
samnýting allra hlutbundinna
og óhlutbundinna auðlinda sem
staðurinn býður upp á hvort
sem það eru auðlindirnar, land
svæði og innviðir eða menning,
saga, þekking og mannauður. Í
öðru lagi er það jöfn áhersla á
jafnvægi í náttúrunni, hagsæld
og framfarir í samfélaginu. Í
þriðja lagi að byggja brú á milli
ólíkra starfsgreina, menningar
og tækniheima. Í fjórða lagi
rannsóknir, þróun og nýsköpun.
Í fimmta lagi þverfagleg starf
semi, í sjötta lagi menntun,
þjálf un, frumkvöðlastarf og
liðs heild og í sjöunda lagi er
grunnur lagður til langs tíma.
Kristín Vala segir að miklir
þróunar og vaxtarmöguleikar
felist í fyrirtækjum Auðlinda
garðsins auk þess sem fyrirsjá
an leg er fjölgun fyrir tækja inn
an garðsins.
Auðlindastraumar frá starf
semi HS Orku eru ekki enn
fullnýttir og er mark visst
unnið að því að fá ný, sérhæfð
fyrirtæki í garðinn sem geta
nýtt ónýtta hráefnis strauma
sem eru í boði í Auðlinda garð
inum.
„Auðlindagarðurinn er liður
í sjálfbærri nýtingu á jarðhita
auðlindinni og þar er megin
málið stöðug öflug þekkingar
og reynslu og ný sköpun. Við
stefnum að því að koma sem
allra flestum straum um í
nýtingu hjá nýjum og spennandi
fyrirtækjum sem byggja á
rannsóknum og þróunum. HS
Orka stefnir að því að byggja
upp auðlindagarða í kring
um nýtingu á nýjum svæð um
og er þessi hugmynd því ekki
eingöngu bundin við Suður
nesin.“
konur hafa greiðan
aðgang
Kristín Vala er efnaverk
fræðingur að mennt.
„Í dag vinna ekki margar
konur hjá HS Orku enda
hafa konur ekki sótt mikið í
tækni geirann; við erum sjö
af rúmlega fimmtíu starfs
mönn um. Konur hafa greiðan
aðgang að störfum í þessum
geira, þær þurfa bara að sýna
honum meiri áhuga. Það
vinnur mikið af vélfræðingum
og iðnaðarmenntuðu fólki hjá
fyrirtækinu sem gaman færi að
sjá fleiri konur sækja í. Ég hef
fulla trú á því að innan fárra ári
verði kynjahlutfallið jafnara.
Ég vinn mest með karl
mönn um, sama hvort það er í
orkuverunum eða með stjórn
endateyminu. Þegar ég hóf störf
hjá HS Orku var sagt við mig að
ef ég ætlaði að geta unnið þarna
yrði ég að geta tekist á inni á
vellinum því allt væri gleymt eftir
vinnu; þá væru allir vinir. Konur
eiga það til að vera langræknar
og blanda tilfinningum inn í
mál sem koma upp en karlarnir
gera það síður. Það er tekist á
í vinnunni; maður þarf að geta
staðið fyrir sínu og tekist á við
strákana. Svo förum við í mat og
þá geta allir spjallað saman um
heima og geima.“
„Haustak og Háteigur
þurrka með jarðvarma
fiskúrgang, fisk hausa, sem
áður var hent og flytja
út á Afríkumarkað og þá
aðallega til Nígeríu. Það er
skemmtileg staðreynd að ef
keypt er þurrkuð fiskafurð
þar í landi eru 70% líkur á
að hún sé frá Íslandi.“
„HS Orka stefnir að því að
byggja upp auðlindagarða
í kringum nýtingu á nýjum
svæðum og er þessi hug
mynd því ekki eingöngu
bundin við Suðurnesin.“