Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 65
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 65
sólVeig eiríKsdóttir
MATARHÖnnuÐuR oG eiGAnDi GLÓ
sólveig eiríksdóttir, eða solla eins og hún er
kölluð, er frumkvöðull á sviði hollustu og matar-
gerðar. Hún stofnaði lífrænu vörulínuna Himneskt
ásamt elíasi Guðmundssyni, en Himneskt eru mest
seldu lífrænu vörurnar á Íslandi. Hún er þekkt fyrir
hráfæðisrétti sína hér á landi. Hún var kosin besti
hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
sigríður MArgrét Oddsdóttir
FoRSTJÓRi JÁ
Hún hefur látið til sín taka innan atvinnu-
lífsins og byggt upp símafyrirtækið Já af
miklum myndarskap ásamt katrínu Olgu
Jóhannesdóttur.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
rAnnVeig rist
FoRSTJÓRi Rio TinTo ALCAn í
STRAuMSVíK
Hún er með allra áhrifamestu konum
viðskiptalífsins og hefur setið í stjórnum
fjölmargra fyrirtækja. Hún hefur sýnt mikla
stjórnkænsku við rekstur álversins og var
útnefnd maður ársins af Frjálsri verslun
árið 2008. Hún situr í stjórn Hb Granda.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
MArgrét guðMundsdóttir
FoRSTJÓRi iCePHARMA oG STJÓRnAR-
FoRMAÐuR n1
margrét hefur verið ein kunnasta kona
viðskiptalífsins um árabil. Hún hóf ferilinn
sem viðskiptafræðingur í Danmörku hjá
olíufélögunum Dansk esso og Q8. Hún sit-
ur í stjórn Heklu hf., eignarhaldsfélagsins
lyngs ehf. og lyfjaþjónustunnar ehf.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
liV bergÞórsdóttir
FoRSTJÓRi SíMAFÉLAGSinS
noVA
Forstjóri símafélagsins Nova. Hún hefur
verið mjög atkvæðamikil og skelegg innan
viðskiptalífsins og vinsæll viðmælandi
í fjölmiðlum. Hún byggði Nova upp frá
grunni. liv er stjórnarformaður flug-
félagsins Wow air og situr í stjórnum CCP
og 66°Norður.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
MArgret g. flóVenz
enDuRSKoÐAnDi HJÁ KPMG
Hún er endurskoðandi og ráðgjafi nokk-
urra af stærstu fyrirtækjum landsins. Hún
er fyrrverandi stjórnarformaður kPmG
– sem og fyrrverandi forseti Norræna
endurskoðunarsambandsins. Hún hefur
um árabil verið fastur álitsgjafi Frjálsrar
verslunar um endurskoðun.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
KAtrín s. ólAdóttir
FRAMKVæMDASTJÓRi HAGVAnGS
katrín hefur mikil áhrif á markaði ráðn-
inga starfsfólks enda með mikla reynslu á
því sviði undanfarna áratugi.
Iðnaður, bílar, vErslun o.Fl.
(Stafrófsröð) ÁHRIFAMESTU iðnaður, bílar, verslun o.Fl.