Frjáls verslun - 01.05.2015, Blaðsíða 186
186 FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015
Stefnir að því að afmælið fari
ekki framhjá neinum
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri 100 ára afmælis
kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir:
Á sta Ragnheiður Jó hannesdóttir, forseti Alþingis frá 2009 til 2013, er framkvæmdastjóri afmælis kosninga
réttar kvenna á
Íslandi. „Þegar ég var þingforseti 2012 kom
það til tals að þessi tímamót væru fram
undan og að upp á þau bæri að halda. Við
svipuð tækifæri, eins og 200 ára afmæli
Jóns Sigurðssonar og Kristnitökuhátíð, svo
dæmi séu tekin, hefur tíðkast að stjórnvöld
skipi nefnd og sú nefnd hefur ráðið starfs
fólk. Stjórnunin hefur þannig komið ofan frá
og niður og nefndir skipaðar jafnvel pólitískt.
Kvennahreyfingin á Íslandi er hins vegar svo
öflug og svo mikið af frábæru fólki að vinna
að jafnréttismálum að niðurstaðan í þessu
tilfelli varð sú að ég, sem þingforseti, myndi
boða forsvarsmenn sem flestra kvenna
hreyfinga á fund og heyra hvernig þeir vildu
halda upp á 100 ára afmæli kosningaréttar
kvenna. Þessi fundur var haldinn á laugar
degi 31. mars 2012 og mættu fulltrúar fjöl
margra samtaka og hreyfinga enda gróskan
mikil í þessu kvennastarfi. Út frá þessum
fundi var útbúin þingsályktun sem ég flutti
ásamt forsvarsmönnum flokkanna og þar
var ákveðið að haldinn skyldi annar fundur
þegar nær drægi afmælinu og þá kosin
framvæmdanefnd úr þessum góða hópi. Sá
fundur var haldinn 2013 og til hans boðaði
Einar K. Guðfinnsson sem þá hafði tekið
við starfi forseta Alþingis. Þar var afmælis
nefndin kosin og ákveðið að hefjast handa,
hvetja til viðburða og undirbúa og ákveða þá
viðburði sem nefndin stæði að,“ segir Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir framkvæmda
stjóri 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna
á Íslandi.
Ásta Ragnheiður var svo ráðin framkvæm
dastjóri 100 ára afmælis kosningaréttar
kvenna í mars 2014 og fékk skrifstofuað
stöðu á Hallveigarstöðum.
„Ég ákvað að stefna að því að þegar árið
væri liðið hefði afmælið ekki farið fram hjá
neinum. Mitt fyrsta verk var að hafa sam
band persónulega við alla skóla, söfn, sveit
arstjórnir, kvenfélög og alla sem mér datt
í hug að tala við og spyrja: „Getið þið gert
eitthvað til að minnast hundrað ára afmælis
kosningaréttar kvenna á næsta ári? Endilega
gerið eitthvað áhugavert og skemmtilegt.“
Og það komu endalausar hugmyndir og allir
vildu vera með. Ég hafði samband við alla
kóra og þeir eru mjög margir með eitthvað
tengt afmælinu á tónleikum sínum í ár, lög
eða texta eftir konur. Þá er afmælinu fléttað
inn í fjölmargar bæjarhátíðir þar sem kvenna
í sveitinni er minnst með ýmsum hætti og
þannig mætti lengi telja.“
TexTi: Brynhildur BJörnSdóTTir
„Mitt fyrsta verk var að hafa
samband persónulega við alla
skóla, söfn, sveitarstjórnir,
kvenfélög og alla sem mér datt
í hug að tala við og spyrja:
Getið þið gert eitthvað til að
minnast hundrað ára afmælis
kosningaréttar kvenna á næsta
ári? Endilega gerið eitthvað
áhugavert og skemmtilegt.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri 100 ára afmælis kosninga-
réttar kvenna á íslandi.