Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 51

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 51
að stjórnunarhæfileikar séu akkilesarhæll íslenskra fyrirtækja. Einmitt í ljósi þessa virðist liggja beint við að vera opnari fyrir að taka inn fleiri stjórnendur með alþjóðlega reynslu. Það er aðeins komin reynsla á hæfileika íslensku fyrirtækjanna til að stækka við sig en lítil reynsla á hvernig takast muni að reka stórar samstæður. Eins og íslenskur stjórnandi sagði: „Kaup eru eitt, annað að ná árangri í rekstri. Það er ekkert sjálfgefið að Íslendingar nái árangri því við eigum engar gamlar stjórnarhefðir... Íslendingar eru engir súperstjórnendur!“ Gagnstæður skilningur íslenskra og erlendra stjórnenda á eðli fyrirtækjanna sýnir að þó íslensku stjórnend- urnir hafi vísast prívat og persónulega skýra sýn á markmið og leiðir þá hefur þeim ekki tekist að gegnsýra fyrirtækin þessum anda. Hér vantar greinilega eitthvað upp á tjáskipti innan fyrirtækisins - það er kannski ekki hægt að leggja heiminn orðalaust undir sig! Íslenskir stjórnendur: heimsborgarar eða sveitamenn? „Ef 80% fólks álítur að það sé vandi á ferðum [í íslensku viðskiptalífi] þá er vandi á ferðum - því þessi afstaða er vandinn! Það er nóg af góðum sögum úr íslensku viðskiptalífi. Íslendingar þurfa bara að verða betri í að segja þær!“ sagði danskur stjórnandi. Einmitt af því að erlendu starfsmönnunum finnst svo margar sigursögur að segja gremst mörgum þeirra hvað illa hefur tekist að segja þær. „Það hefur greinilega ekki tekist að segja söguna nógu vel,“ er viðkvæðið - í raun er óhætt að tala um íslenskt almanna- tengslagjaldþrot. Þegar fyrirtæki kynnir sig er alltaf spurning hvers konar ímynd eigi að skapa - og um leið er líka spurning hvaða hlutverk stjórn- endur eigi að leika. Eiga þeir að vera töff og svalir, skrýtnir og með stæla til að skera sig úr? Orðháksháttur og ruddaskapur Philip Greens var einu sinni afhjúpaður með því að dagblaðið Guardian birti á forsíðu orðrétt viðtal við Green sem jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn, blaðið og allt og alla - ekkert sunnudaga- skólamál þar! Það var kannski aldrei ætlunin - en íslenskir stjórn- endur skera sig iðulega úr í erlendum fjölmiðlum. Sumir kunna að meta það - norskur blaðamaður hafði á orði að það væri hressandi að þeir töluðu beint frá hjartanu, ekki þörf á neinni túlkunarfræði til að skilja þá. Frá sjónarhóli fjölmiðla er margt framandlegt við íslensku fyrirtækin. Sjónarmiðið þar er að íslensku fyrirtækin hafi annars vegar ekki áttað sig á hvað þau eru oft ólík því sem gerist á Norð- urlöndum og þá hins vegar ekki haft neinn skilning á nauðsyn þess að kynna sig. Ástæðan fyrir þessum skilningsskorti liggur örugglega í því sem ég vil kalla „spillandi áhrif smæðar og persónulegra tengsla“. Sænskur blaðamaður nefndi að íslensku fyrirtækin einkenndust af því að „í íslensku viðskiptalífi þekkja greinilega allir alla... Stjórnendurnir gætu verið betri í að útskýra hvað þeir hafa í huga.“ Smæðin hefur þau áhrif að maður þarf ekki að hafa mjög mikið fyrir að útskýra hlutina - og það er eins og stjórnendur hafi almennt ekki áttað sig á þessu. Jú, þeir hafa almannatengla, ýmist erlenda eða íslenska - en þrátt fyrir það vantar eitthvað upp á skilning á hvernig fyrirtækin ættu að kynna sig. Íslenskur stjórnandi hafði á orði að í lífi fyrirtækis mætti líkja útrás við kynþroskaskeiðið - hún orsakaði grundvallarbreytingar sem væri erfitt að sjá hverju breytti og hvernig. Hið skondna er að sænskur stjórnandi líkti hegðun íslenskra stjórnenda við táninga: Þegar á móti blæs festast íslenskir stjórnendur „í að endurtaka það sama aftur og aftur svona rétt eins og þverúðarfullir táningar. Já, rétt eins og táningar sem segja hikstalaust: „Við vitum þetta, við getum þetta - það eru bara hinir sem skilja okkur ekki!““ Þetta ber ekki aðeins vitni um takmarkaðan skilning íslenskra stjórnenda á þörf tjáskipta, bæði innan fyrirtækjanna og út á við, heldur um almennan skort á íslenskri umræðumenn- ingu. Einn mesti munurinn á samfélagsbragnum á Íslandi og í nágrannalöndunum er hvað íslensk umræðumenning er vanþróuð. Í skólum í nágrannalöndum er lögð áhersla á munnlega tjáningu, á heimilunum eru málin rædd við matarborðið og í fjölmiðlum er umræðan yfirleitt vitsmunaleg. Sýn útlendinga á framkomu íslenskra stjórnenda í fjölmiðlum er athyglisverð því hún afhjúpar framkomu sem er tekin góð og gild á Íslandi en stingur vægast sagt í stúf við það sem tíðkast erlendis: „Það getur vel verið að það dugi vel á Íslandi að sparka bara til þeirra sem gagnrýna, en það dugir ekki að svara gagnrýni hér á þann hátt. Að þessu leyti hafa Íslendingar verið einfeldningslegir,“ nefndi sænskur stjórnandi. „Íslenskir stjórnendur, frekar en Íslendingar almennt, eru kannski heldur ekki vanir fjölmiðlum sem taka ekki á efninu með neinum flauelshönskum,“ sagði norskur stjórnandi sem fannst skorta fagleg tök Íslendinga á almannatengslum. Smæðin á íslenskum fjölmiðlamarkaði þar sem allir þekkja alla líkt og í viðskiptalífinu, þar sem hægt er að svara gagnrýni með skætingi eða með því að væna gagnrýnandann um öfund er ekki góður undirbúningur til að sinna almannatengslum á Norður- löndum og öðrum nágrannalöndum. Á síðasta áratug komu upp stjórnunarkenningar kenndar við óreiðu, samanber „Thriving on Chaos“ eftir stjórnunargoðið Tom Peters. Danski stjórnandinn Lars Kolind varð víðfrægur fyrir hug- myndir sínar um „spaghetti“-stílinn. Kannski má segja að íslenskir stjórnendur hafi aldrei þekkt aðrar aðferðir þó að þeirra stíll beri ekkert viðurkennt heiti. Í S L E N S K I R S T J Ó R N E N D U R Í A U G U M N O R Ð U R L A N D A B Ú A Í samanburði við erlend fyrirtæki taka útlend- ingar eftir því hvað íslensk fyrirtæki eru athafnastýrð - laus við umræðumenningu og málamiðlanir eins og áður er nefnt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.