Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 57 S T A R F S M A N N A M Á L Nokkrar fleiri erlendar sem innlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að fleiri atriði geta skipt máli fyrir starfs- mannaveltu. Til að mynda stuðningur næsta yfirmanns, fyrirtækjabragur, þ.e. að starfsmenn finni sig ekki í fyrir- tækjaumhverfinu, og starfsleiði. Leiði getur komið fram í því að starfsmenn séu ekki meðvitaðir um eigin hvata og setji þar af leiðandi ekki fram kröfur um það hvernig þeir vilji þróast í starfi. Einnig getur fólk verið hrætt við að taka þátt í þeirri fyrirtækjapólitík sem viðgengst. Þá getur það haft talsverð áhrif hvort starfsmenn fái að vera þátttak- endur í ákvörðunum stjórnenda og að upplýsingamiðlun til þeirra sé nægileg. Sjö ástæður fyrir brotthvarfi starfsmanna Bandaríski fræðimaðurinn og ráðgjafinn Leigh Branham gerði rannsókn ásamt Saratoga háskólanum í Kaliforníu á því af hverju starfsmenn hætta í fyrirtækjum. Rannsóknin var gerð á árunum 1999-2003 og niðurstaðan úr þessari rannsókn var sú að það væru sjö ástæður fyrir því af hverju starfsmenn hætta og að yfirmenn væru sjaldnast meðvitaðir um þessar ástæður. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að í 88% tilfella væru laun eða það að starfsmenn teldu að grasið væri grænna hinum megin ekki ástæða þess að starfsmenn hætta. Frekar væri um að ræða neikvæða þætti innan þess fyrir- tækis sem starfsmenn starfa hjá og að í 95% tilfella mætti koma í veg fyrir ónauðsynlega starfsmannaveltu. Þessar sjö ástæður væru hins vegar mismunandi eftir einstak- lingum og menningu. Árið 2004 gaf Branham út bókina „The 7 Hidden Rea- sons Employees Leave: How to Recognize the Subtle Signs and Act Before It’s Too Late“ þar sem tilgreindar voru þessar sjö ástæður. SJÖ ÁSTÆÐUR FYRIR BROTTHVARFI STARFSMANNA 1. Í fyrsta lagi hætta starfsmenn af því að starfið og vinnu- staðurinn var ekki eins og ætlað var í upphafi. Hinn „sál- fræðilegi samningur“ er ekki að virka, ráðning hafi annað- hvort verið gerð í flýti eða starfið verið kynnt öðruvísi en það er í raun. Þá er næsti yfirmaður annar en látið var að liggja í upphafi og ekki möguleikar á starfsframa. 2. Í öðru lagi er ekki rétt fólk í réttu starfi. Stundum halda stjórnendur að hægt sé að þjálfa fólk upp í starf sem hentar ekki en slíkt gefur ekki góða raun. Mestu skiptir að velja í upphafi rétt fólk í hvert starf. 3. Í þriðja lagi er of lítil endurgjöf og þjálfun af stjórnenda hálfu og þetta veldur frammistöðuvandamálum. Frammi- stöðusamtöl einu sinni á ári eru ekki nægjanleg, endurgjöf þarf að vera með reglubundnum hætti og stjórnendur eiga ekki að óttast að gefa heiðarlega endurgjöf. Of margir stjórnendur fá sjálfir litla endurgjöf og litla þjálfun sem veldur því að þeir „kunna“ ekki að gera þetta vel. 4. Í fjórða lagi eru of fá tækifæri í fyrirtækjum fyrir starfs- frama. Stjórnendur eru ekki nægjanlega duglegir að leyfa starfsmönnum sínum að vaxa og þroskast í starfi því þeir eru sjálfir hræddir um að missa þá frá sér. 5. Í fimmta lagi finnst starfsmönnum oft að það sé ekki tekið eftir þeim og að þeir séu ekki metnir að verðleikum eða þá að þeir séu teknir sem sjálfsagðir. Sumum finnst yfirmenn koma fram við þá af óvirðingu og bjóði þeim upp á lélegt starfsumhverfi. Starfsmenn álíta að stjórnendur ættu að vera sýnilegri, geta þekkt sig með nafni og hlustað á hugmyndir þeirra. 6. Í sjötta lagi þjást starfsmenn af streitu vegna of mikillar vinnu og ójafnvægis á milli starfs og fjölskyldulífs. Í dag verða starfsmenn að vinna meira á styttri tíma en áður og einnig vildu þeir gjarnan eiga meiri tíma fyrir sín áhuga- mál og fjölskyldu. Afleiðingin getur því verið svokölluð „kulnun í starfi“. 7. Í sjöunda lagi bera starfsmenn ekki nægjanlegt traust til yfirmanna sinna af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að laun stjórnenda hafa hækkað langt umfram hinn almenna starfsmann. Sömuleiðis fá starfsmenn ekki að njóta góðs árangurs skipulagsheilda með hlunnindum eða kaupréttarsamningum eins og stjórnendur fá. Starfmenn líta því stundum á yfirmenn sína þannig að þeir hugsi ein- göngu um eigin hagsmuni, horfi of mikið til skamms tíma og séu drifnir áfram af græðgi fyrir sjálfa sig. Það getur verið gott fyrir fyrirtæki að losna við „slæma“ starfsmenn, þá starfsmenn sem ekki skila fyrir- tækjum arðsemi, og að þeir hætti sjálfviljugir, því það getur einnig haft góð áhrif á starfsemina sem og starfsanda í fyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.