Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 106

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA ICELANDAIR: F yrirtækjaþjónusta Icelandair hefur hlotið frábærar viðtökur og hátt á fjórða hund-rað fyrirtæki nýta sér hana í tengslum við pantanir og breytingar á flugmiðum, hót- elpantanir og bókanir í framhaldsflug erlendis, að sögn Hans Indriðasonar, deildarstjóra fyr- irtækjaþjónustunnar, og Örnu Ormarsdóttur, sölufulltrúa. Auk þeirra tveggja sinnir á annan tug þrautreyndra þjónustufulltrúa fyrirtækj- unum og hvert fyrirtæki hefur sinn eigin þjón- ustufulltrúa. „Fyrir þremur árum var tekin ákvörðun hjá Icelandair um að auka þjónustu við íslensk fyrirtæki. Nú eru útbúnir sérstakir samningar fyrir hvert fyrirtæki sem þiggur þessa þjónustu og þegar samningur hefur verið undirritaður fær fyrirtækið eigin þjónustufulltrúa,“ segir Hans. Fyrirtæki sem þiggja þjónustu fyrirtækja- þjónustunnar þurfa ekki að uppfylla nein ákveðin skilyrði, t.d. varðandi umfang við- skiptanna, en fá hins vegar ákveðinn afslátt af fargjöldum og er afslátturinn greiddur inn á reikning fyrirtækisins á þriggja mánaða festi. Hvert fyrirtæki fær auk eigin þjónustufulltrúa símanúmer og tölvunetfang svo hafa megi beint samband við þjónustufulltrúann sem sér um að panta flugfar fyrir þann sem þarf að ferðast til útlanda, tryggir að viðskiptavinirnir fái vildarpunkta sína og þekkir auk þess þarfir og óskir hvers og eins, m.a. vilji menn ávallt sitja á sama stað í vélinni. Kunna að meta þjónustufulltrúana Þau Arna og Hans segja að mönnum finnist mjög notalegt að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, þjónustufulltrúinn sjái um allt sem gera þarf. Í sérstöku neyðarnúmeri, sem eingöngu er ætlast til að hringt sé í í neyðartilfellum, er hægt að ná sambandi við hann allan sól- arhringinn ef eitthvað kemur upp á eða senda tölvupóst og biðja um breytingar á flugi, t.d. ef fundi seinkar. Þjónustufull- trúinn kannar hvort ekki sé laust far á öðrum tíma, bókar það og lætur viðskiptavin- inn vita. Reynsla og þekking þjónustufulltrú- anna nýtist mjög vel. Þeir eru vanir að panta og breyta miðum og vita hvernig best er að koma mönnum milli staða á sem fljótastan og þægilegastan hátt. „Viðskiptavin- irnir kunna best að meta þessa per- sónulegu þjónustu og rétt er að taka fram að vilji fyrirtæki vera í við- skiptum hjá ferðaskrif- stofu þá er það sjálf- sagt mál. Við gerum samning við fyrir- tækið og komum á tengslum milli þess og ferðaskrifstofunnar,“ segir Hans og bætir við að með haustinu verði kerfi fyrirtækja- þjónustunnar aukið og bætt. Hvert fyrirtæki fær ákveðinn kóða svo að hægt sé að farið inn á netið og fá upp- lýsingar um ferðafjölda, ferðakostnað, áfanga- staði, afrit af reikningum og hvað eina sem snertir ferðir starfsmanna fyrirtækisins. Auk þess munu menn geta séð endurgreiðslu- kerfið og hvað þeir fá end- urgreitt frá Icelandair á þriggja mán- aða fresti. Persónuleg þjónusta nýtur vinsælda Fyrirtækjaþjónustan hefur fengið góðar viðtökur. Hægt er að hafa samband við Hans Indriðason deildarstjóra og Örnu Ormarsdóttur sölu- fulltrúa á fyrirtaeki @icelandair.is. Hans Indriðason og Arna Ormarsdóttir hjá fyrirtækjaþjónustu Icelandair. Þjónustu- fulltrúar að störfum. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn. Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða Icelandair og sérkjör á tengifargjöldum. Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar. ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? + Sendu línu á fyrirtaeki@icelandair.is og fáðu nánari upplýsingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.