Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 34
24 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En allar þessar stjórnardeildir voru ekki annað en nafnið eitt og valdalausar'með öllu. Það var ekki að ófyrirsynju, að þýzkir gár- ungar kölluðu hinn nýbakaða ríkisstjóra „Jóhann landlausa“. Þingið tók fyrst til umræðu það, sem flestir eða allir gátu komið sér saman um: hin almennu frelsisréttindi eða „grundvallarréttindi“ þýzku þjóðarinnar. Réttindi þessi voru flest tekin úr stjórnarskrá Belgíu 1831: allir skyldu vera jafnir fyrir lögunum, dómarar óháð- ir, sjálfstjórn sveitar- og bæjarfélaga, þing í hverju ríki hins þýzka ríkjabandalags, ritfrelsi, málfrelsi, trúfrelsi, fundafrelsi o. s. frv. Ætla mætti, að Þjóðsamkoman hefði getað afgreilt. þessi almennu réttindi á skaplegum tíma, en það tók hina lærðu menn hvorki meira né minna en þrjá mánuði að létta á sál sinni áður en þeir fengi lokið fyrstu umræðu. Stundum bar þó við, að Þjóðsamkom- an varð að fara ofan úr háloftum mannréttindanna og sinna mál- efnum jarðarinnar, en þá kom jafnan í ljós, að fulltrúarnir voru .óbreyttir þýzkir smáborgarar af þessum heimi, ragir í raun og reiðubúnir til að beygja hjá, þegar sóknin var hin eina sáluhjálp. Þegar grundvallarréttindum þýzkrar þjóðar hafði verið komið heilum í höfn, tók við vandamálið mesta. Menn voru orðnir ásáttir um, að löggjafarvaldi hins nýja ríkjabandalags skyldi skipt milli ríkisráðs, er kosið yrði til 6 ára af ríkisstjórnum og fulltrúaþing- um hinna einstöku ríkja, og ríkisþings, er kosið skyldi almennum kosningarrétti til þriggja ára. En hvað átti lögsagnarumdæmið að ná langt, og hver skyldi hafa framkvæmdarvaldið í hinu nýja ríki? Það þurfti ekki annað en ympra á þessu atriði, er hið mikla póli- tíska vandamál þýzkrar þjóðarsameiningar reis upp í aldafornum stórveldaandstæðum Prússlands og Austurríkis. Hvað var Þýzkaland í huguin Þjóðverja um miðja 19. öld? Flest- ir þeirra hefðu svarað því með orðum Arndts: Soweit die deutsche Zunge klingt —- svo vítt sem þýzk tunga er töluð. Langflestir Þjóð- verjar marzbyltinganna gátu ekki sætt sig við þá tilhugsun, að hinir þýzku hlutar Austurríkis yrðu skildir frá allsherjarríki Þjóðverja. En hér var við mikinn vanda að fást. Hvorki Austurríki né Prúss- iand voru eingöngu þýzk ríki. Prússland hafði innlimað mikinn fjölda Pólverja, þar sem var Pósen og önnur forn pólsk héruð, og Austurríki var sannkallað þjóðafangelsi, þar sem milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.