Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 38
28 TÍMARIT MÁLS OG MENNENGAR þorði ekki að leggja til oruslu fyrir eigiu frelsi. Hún óttaðist völd sjálfrar sín. Hinar fornu valdástétlir voru fljótar að skilja, hvernig_ borgarastéttinni leið, og gengu á lagið. Þær kúguðu hana til sam- komulags við sig og tryggðu sér með því félagsleg og pólitísk völd í Evrópu allt til loka hinnar fyrri heimsstyrjaldar. Hinir sigruðu byltingarmenn, „mennirnir frá 1848“, höfðu furðulega tröllatrú á mætti orðsijis. Um það bera vott ræður þeirra, bænarskrár ög samþykktir. Þeir hugðu hvert vandamál væri leyst, ef það var rétt hugsað. Þeim gleymdist vizka Fásts: Am Anfang ivar die Tat — í upphafi var hin drýgða dáð. Bismarck, hinn mikli andstæðingur byltingarinnar 1848, skildi þessa veilu byltingarinnar manna bezt. Arið 1862 sagði hann við hinar sigruðu hersveitir þýzku byltingarmannanna: Vandamál vorra tíma verða ekki leyst með fögrum ræðum, heldur með járni og blóði. Orð Bismarcks voru upphaf mikillar skálmaldar í sögu Evrópu. Það tók fjórar styrjaldir á 19. öld og tvær heimsstyrjaldir á hinni 20. til að leysa þau vandamál, er byltingamennirnir frá 1848 urðu að gefast upp við. Mennirnir frá 1848 hlutu harða dóma bæði lífs.og liðnir. Sumir þeirra gengu á hönd hinum sigrandi hersveitum skálmaldar Bis- marcks og sættu sig við orðinn hlut. Aðrir sneru sér í beiskju frá pólitískum viðfangsefnum samtíðarinnar, urðu bitrir í skapi, von- litlir og trúardaufir á þann heim, er hafði leikið þá svo hraklega og troðið fótum hugsjónir þeirra. Um stund þótti það fínt að varpa á þá rýrð eða brosa að þeim með vorkunn. En sá sem horfir um öxl yfir heila öld og metur lífsverk þeirra með skilningi, getur ekki varizl því að minnast þeirra með virðingu. Okkar öld liefur svo mjög gengið á mannsins hlut, á einföldustu lífsréttindi hans, að vér liugsum með hlýleik til þeirra, er höfðu svo bjargfasta trú á þessi lífsréttindi. Okkar öld er skyll að flétta hinum sigruðu mönnum frá 1848 heiðurssveig. En okkur er ekki skylt að fyrirgefa þeim, þótt véf skiljum orsakir ófara þeirra. Mestan greiða gerum vér minningu þeirra ef vér lœrum af óförum þeirra.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.