Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Bændurnir óttast, að bráðlega verði bundinn endi á velmegun þeirra. Margar milljónir Bandaríkjamanna þora ekki að mótmæla stjórn- arathöfnum, sem þeir vita, að eru hættulegar og geta leitt til algers hruns. Þeir vita, að þeir eiga á hættu að missa atvinnu sína og stöðu í þjóðfélaginu, ef þeir tala hreinskilnislega. Þeir óttast áróðr- arherferð, sem þrýstir „kommúnisma“-brennimarki á hverja fram- sækna hugmynd. Á ævi minnar kynslóðar höfum vér lifað tvær heimsstyrjaldir og hálfa tylft mislangra kreppna og afturbatatímabila. En engar réttar sögulegar röksemdir styðja þá skoðun, að vís voði sé framundan. Ég veit, að þjóðirnar eiga nægan auð og nóga vitsmuni til að geta komið í veg fyrir bæði kreppu og stríð. Að viðurkenna, að stríð og kreppa séu óumflýjanleg, er sama og að afneita lýðræðinu. Og sú bugmynd, að persónulegt öryggisleysi sé nauðsynlegur þáttur í lífi voru, er hneykslanleg. Ég trúi á þá gömlu amerísku kenningu, að menn eigi að standa upp, tala sem þeinr býr í brjósti án tillits til þess, hvernig það er þegið af áheyrendum. Ég er staðráöinn í að gefa Bandríkjamönn- um tækifæri til að tala sem þeim býr í brjósti án ótta við afleið- ingarnar. Tveggia flokka blökkin Vér eigum nú við flokkseinræði að búa. Engin átök um bitlinga, enginn ágreiningur um hernaðaraðferðir og tíma- ákvarðanir, eða fallegar ræður og látbrögð til að þóknast frjáls- Iyndum mönnum — geta skyggt á þessa afleiðingaríku staðreynd. Lýðræði vort er því aðeins veruleiki, að það tjái frjálst val borgar- anna. Samt er nú svo komið, að oss er algerlega synjað um tæki- færi til að velja eða hafna á sviði helztu utan- og innanríkismála, sem snerta líf allra Bandaríkjamanna. Á stjórnarárum Roosevelts varð ekkert lát á stjórnmálaátökum milli flokkanna, jafnvel þótt þjóðin ætti í stríði. Nú, á þriðja ári eftir sigurinn, er okkur stjórnað af tveggja flokka blökk með skírskotun til óyfirlýsts neyðarástands. Á friðartímum stafar lýðræði voru ótvíræð hætta af flokkseinræÖi. Auðvitað er neyðarástand. Um víða veröld eru hrjáðar þjóðir,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.