Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 63
IIIROSHIMA 53 og færðu sínar fórnir af heilum hug fyrir ævarandi heimsfriði — og Japan lagði inn á nýja braut.“ IV Grös og blóm At.jÁnda ágúst, tólf dögum eftir að sprengjan splundraðist, lagði faðir Kleinsorge af stað fótgangandi frá klaustrinu áleiðis til Hiro- shima og hélt á pappatösku sinni í hendinni. Hann var farinn að halda, að þessari tösku, sem hann geymdi í verðmæti sín, fylgdi einhver töframáttur, eftir að hann hafði fundiö hana alveg heila og óskaddaða í herbergisdyrum sínum, enda þótt skrifborðið, sem hún var geymd undir, hefði kvarnazt í mola og brotin henzt út um allt gólf. Nú bar hann í henni peninga Jesúíta-félagsins, sem hann ætlaði að leggja inn i Hiroshima-útibú Yokohama-bankans, en það hafði opnað skrifstofurnar á ný í hálfhrundu húsi sínu. Þegar alls var gætt, leið honum frekar vel þennan morgun. AS vísu höfðu skeinur hans ekki gróið að fullu á þremur eða fjórum dögum, eins og for- stöðumaður klaustursins hafði lofað þegar hann leit á þær, en faðir Kleinsorge hafði notið góðrar hvíldar heila viku og taldi sig nú aftur færan um að leggja eitthvað á sig. Hann var nú orðinn vanur þeirri hræðilegu sjón, sem blasti við honum á leiðinni til borgar- innar: brúnflekkóttum hrísgrjónaakrinum í nágrenni klaustursins; húsunum í úthverfum borgarinnar, óhrundum en hrörlegum, með brotnum gluggum og aflaga tíglum; og svo, næstum alveg óvænt, útjaðri hins fjögurra fermílna rauðbrúna sárs borgarinnar, þar sem næstum allt hafði barizt niður og brunnið; svæði eftir svæði af hrundum sambyggingum með óvönduðum spjöldum á stangli hér og þar uppi á öskuhaug eða tíglahrúgu („Systir, hvar ertu?“ eða „Björguðumst öll — búum í Toyosaka“); berum trjám og brotn- um símastaurum; fáum óföllnum, innantómum byggingarústum, sem aÖeins juku áhrif flatneskjunnar og eyðileggingarinnar allt í kring (svo sem vísinda- og iðnaðarsafnið með hvelfingu sína flegna inn að naktri stálgrindinni, eins og krufið lík; nýtízk.u verzlunar- ráðsbyggingin og turn hennar, sem enn stendur jafn hörkulegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.