Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 63
IIIROSHIMA 53 og færðu sínar fórnir af heilum hug fyrir ævarandi heimsfriði — og Japan lagði inn á nýja braut.“ IV Grös og blóm At.jÁnda ágúst, tólf dögum eftir að sprengjan splundraðist, lagði faðir Kleinsorge af stað fótgangandi frá klaustrinu áleiðis til Hiro- shima og hélt á pappatösku sinni í hendinni. Hann var farinn að halda, að þessari tösku, sem hann geymdi í verðmæti sín, fylgdi einhver töframáttur, eftir að hann hafði fundiö hana alveg heila og óskaddaða í herbergisdyrum sínum, enda þótt skrifborðið, sem hún var geymd undir, hefði kvarnazt í mola og brotin henzt út um allt gólf. Nú bar hann í henni peninga Jesúíta-félagsins, sem hann ætlaði að leggja inn i Hiroshima-útibú Yokohama-bankans, en það hafði opnað skrifstofurnar á ný í hálfhrundu húsi sínu. Þegar alls var gætt, leið honum frekar vel þennan morgun. AS vísu höfðu skeinur hans ekki gróið að fullu á þremur eða fjórum dögum, eins og for- stöðumaður klaustursins hafði lofað þegar hann leit á þær, en faðir Kleinsorge hafði notið góðrar hvíldar heila viku og taldi sig nú aftur færan um að leggja eitthvað á sig. Hann var nú orðinn vanur þeirri hræðilegu sjón, sem blasti við honum á leiðinni til borgar- innar: brúnflekkóttum hrísgrjónaakrinum í nágrenni klaustursins; húsunum í úthverfum borgarinnar, óhrundum en hrörlegum, með brotnum gluggum og aflaga tíglum; og svo, næstum alveg óvænt, útjaðri hins fjögurra fermílna rauðbrúna sárs borgarinnar, þar sem næstum allt hafði barizt niður og brunnið; svæði eftir svæði af hrundum sambyggingum með óvönduðum spjöldum á stangli hér og þar uppi á öskuhaug eða tíglahrúgu („Systir, hvar ertu?“ eða „Björguðumst öll — búum í Toyosaka“); berum trjám og brotn- um símastaurum; fáum óföllnum, innantómum byggingarústum, sem aÖeins juku áhrif flatneskjunnar og eyðileggingarinnar allt í kring (svo sem vísinda- og iðnaðarsafnið með hvelfingu sína flegna inn að naktri stálgrindinni, eins og krufið lík; nýtízk.u verzlunar- ráðsbyggingin og turn hennar, sem enn stendur jafn hörkulegur

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.