Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 72
62 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Dr. Sasaki og starfsbræður hans í Rauðakross-spítalanum fylgdust gaumgæfilega með þessari áður ókunnu veiki og voru loks komnir á ákveðna skoðun um eðli hennar. Þeim kom saman um, að til væru þrjú stig veikinnar. Fyrsta stigið var þegar um garð gengið áður en læknarnir höfðu hugmynd um, að hér væri um nýja veiki að ræða. Það var hið beina mótstöðuviðbragð gegn öllu því, sem dundi á likamanum um leið og sprengjan splundraðist, nevtrónum, beta-ögnum og gamma-geislum. Það fólk, sem virtist alveg óskadd- að en dáið hafði fyrstu klukkutímana eða fyrstu dagana, liafði ekki þolað þetta fyrsta stig veikinnar. Það drap níutíu og fimm af hundraði af því fólki, sem var innan hálfrar mílu frá miðdeplinum, og margar þúsundir þeirra, sem voru enn fjær. Læknarnir álitu, að jafnvel þó að flestir þeirra, sem fórust þannig fyrst, hafi einnig haft brunasár og aðra áverka. liafi geislunin ein, sem í þá var komin, verið nægilegt hanamein. Geislarnir eyðilögðu beinlínis frumur líkamans — ollu því að kjarnar þeirra úrkynjuðust og sprengdu veggi þeirra. Margir voru þeir, sem dóu ekki strax, en veiktust af flökurleika. höfuðverk, niðurgangi, almennri'vanlíðan og hita, sem stóð yfir í nokkra daga. Læknarnir gátu ekki vitað, hvort heldur eitthvað af þessum einkennum stafaði af geislun eða laugaáfalli. Annars stigs veikinnar varð vart tíu til fimmtán dögum eftir spreng- inguna. Aðaleinkenni þess var hárlos. Þar næst kom niðurgangur og hiti — ofl mjög hár. Tuttugu og fimm til þrjátíu dögum eftir sprenginguna fór að bera á blóðtruflunum. Það hlæddi úr tann- holdi, fjöldi hvítu blóðkornanna minnkaði snögglega og blæðingar komu í ljós á hörundi og slímhúðum. Fækkun hvítu hlóðkornanna veikti mótstöðuafl sjúklingsins gagnvarl smitun, svo að opin sár greru óvenjulega seint og margir fengu særindi í munn og háls. Þau tvö einkenni, sem læknarnir mátu aðallega hatahorfurnar eftir, voru liitinn og tala hvítu blóðkornanna. Ef hitinn hélzl hár og stöðugur, voru lífsmöguleikar sjúklingsins litlir. Tala hvítu blóðkornanna féll nærri því alltaf niður fyrir fjögur þúsund. Sá sjúklingur, sem fór niður fyrir eitt þúsund, átti litla von um líf. Þegar leið að lokum annars stigsins, væri sjúklingurinn þá enn á lifi, kom blóðleysið, eða fækkun rauðu hlóðkornanna til sögunnar. Þriðja stigið var

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.