Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 74
64 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hverfi austur af Hiroshinia. Hann festi strax kaup á honum, fluttist þangað og negldi þar upp spjald, sem á var ritað á ensku til heiðurs sigurvegurunum: M. F U J I I, M. d. MEDICAL & VENEREAL Hann hafði nú náð sér fyllilega og fékk brátt mikið að gera. Hann hafði mikla ánægju af því að fá heimsóknir setuliðsmanna, sem hann veitti óspart viský og æfði sig að tala við á enska tungu. Dr. Sasaki skar í fót ungfrú Sasaki með staðdeyfingu 23. október. ígerðin var nú búin að vera í fætinum á elleftu viku. Næstu daga rann svo mikill gröftur úr sárinu, að hann varð að skipta á því kvölds og morgna. Viku seinna kvartaði hún um mikla verki, svo að hann skar aftur í fótinn. í þriðja sinn skar hann i fótinn 9. nóvember og stækkaði opið aftur þann 26. Allan þennan tíma varð ungfrú Sasaki meira og meira máttfarin og vondaufari. Dag nokk- urn kom ungi maðurinn, sem léði henni þýðingu Maupassants í Hatsukaichi. að heimsækja hana. Hann kvaðst vera að fara til Kyushu, en sig langaði til að líta inn til hennar, er hann kæmi það- an aftur. Henni var alveg sama. Fóturinn hafði alltaf verið svo bólginn og kvalirnar svo miklar, að læknirinn hafði ekki einu sinni gert tilraun til þess að fella saman brotin, og þó að röntgenmynd, tekin í nóvember, sýndi, að beinin væru farin að gróa, gat hún séð það undir ábreiðunni, að vinstri fóturinn var næstum þremur þuml- ungum styttri en sá hægri og að hann var að snúast inn á við. Hún hugsaði oft til mannsins, sem hún hafði verið trúlofuð. Einhver sagði henni, að hann væri kominn heim. Hún furðaði sig á því, hvað hann hefði frétt um ófarir hennar, sem héldi honum liurtu. Faðir Kleinsorge var útskrifaður úr spítalanum í Tokio 19. des- ember og fór þá í lest heim á leið. Á leiðinni, tveimur dögum síðar, í Yokogawa, járnbraularstöð rétt hjá Hiroshima, steig dr. Fujii upp í lestina. Þessir tveir menn hittust þarna í fyrsta skipti frá því áður en sprengingin varð. Þeir sátu saman í lestinni. Dr. Fujii kvaðst vera að fara á árlegan fund fjölskyldu sinnar á ártíð föður síns. Þeir fóru að bera saman bækur sínar, og læknirinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.