Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 77
HIROSHIMA 67 járnbrautarvögnum, sem stóðu á Hiroshima járnbrautarstöðinni, til þess að lyfta og færa úr stað steinsteyptan akveg á einni brúnni, og til þess að gera ýmsar aðrar undraverðar aflraunir. Þeir álykt- uðu, að þrýstingurinn af sprengingunni hafi verið frá 5,3 til 8,0 smálestir á fer-yard. Aðrir fundu, að gljásteinn, sem hefur bræðslu- markið 900°C, hafði bráðnað á granítlegsteinum þrjú hundruð og áttatíu yards frá miðdeplinum, að símastaurar úr Cryptomeria japonica, sem sviðnar við 240°C, höfðu sviðnað í fjögur þúsund og fjögur hundruð yards fjarlægð frá miðdepli sprengingarinnar, og að yfirborð grárra leirtígla, þeirrar tegundar, sem notuð var i Hiroshima og hafa bræðslumarkið 1300°C, bafði bráðnað í sex hundruð yards fjarlægð. Og eftir að hafa rannsakað enn fleiri þýð- ingarmikil sýnishorn ösku og bráðnaðra mola, komust jreir að Jjeirri niðurstöðu, að hitinn frá sprengjunni við jörðina á miðdepl- inum hlyti að hafa verið 6000° C. Og af frekari rannsóknum í sambandi við geislunina, þar sem meðál annars voru athuguð brot, sem losnað höfðu úr þakrennum og vatnspípum í jorjú jrúsund og þrjú hundruð yards fjarlægð, í úthverfinu Takasu, komust þeir að raun um ennjrá þýðingarmeiri staðreyndir um eðli sprengjunn- ar. Höfuðstöðvar MacArthurs hershöfðingja hönnuðu undantekn- ingarlaust öll skrif um sprengjuna í japönskum vísindaritum, en nið- urstöður rannsókna vísindamannanna urðu brátt alkunnar meðal japanskra eðlisfræðinga, lækna, efnafræðinga, blaðamanna, há- skólakennara og efalaust þeirra stjórnmálamanna og hernaðarsér- fræðinga, sem enn léku lausum hala. Löngu áður en almenningur í Bandaríkjunum fékk nokkuð að vita, var flestum japönskum vís- indamönnum og fjölmörgum leikmönnum kunnugt — af útreikn- ingum japanskra kjarnorkufræðinga — að úraníum-sprengju hefði verið varpað á Hiroshima, og að annarri ennþá öflugri, úr plútón- íum, á Nagasaki. Þeir vissu líka, að frá vísindalegu sjónarmiði var hægt að framleiða tíu —- eða tuttugu — sinnum öflugri sprengju. Japönsku vísindamennirnir þóttust vita upp á hár í hvaða hæð sprengjan hefði splundrazt yfir Hiroshima, og þóttust ekki fjarri sanni um það, hve mikið úraníum hafi verið í henni. Þeir töldu, að jafnvel með ekki stærri sprengju en varpað var á Hiroshima, mundi þurfa fimmtíu þumlunga þykk steinsteypt skýli til þess að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.