Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 81
HIROSHJMA 71 Fyrri hluta sumarsins bjó hún sig undir að taka kaþólska trú. Þann tíma leið henni ýmist vel eða illa. Þunglyndisköst hennar voru slæm. Henni varð það ljóst, að hún yrði alltaf bækluð. Unn- usti hennar heimsótti hana aldrei. Hún hafði ekkert fyrir stafni annað en að lesa og horfa út um gluggann yfir rústir borgarinnar, þar sem foreldrar hennar og bróðir létu lífið. Hún var afar tauga- óstyrk og hrökk í kút og greip höndum um hálsinn við hinn minnsta hávaða. Hún var enn aum í fætinum — oft sat hún og strauk og klappaði fætinum, eins og hún væri að hugga hann. Það tók Rauðakross-spítalann sex mánuði að koma starfsemi sinni í eðlilegt horf, og dr. Sasaki tók það jafnvel enn lengri tíma. Þar til rafmagn borgarinnar var komið í lag, þurfti spítalinn að notast við lélegan rafal frá japanska hernum. Skurðarborð, röntgentæki, tann- læknastólar og önnur margbrotin og nauðsynleg tæki bárust spítal- anum smátt og smátt að gjöf frá ýmsum borgum. í Japan er út- litið fyrir mestu, jafnvel hjá stofnunum, og löngu áður en Rauða- kross-spítalinn var búinn að afla sér nægra nauðsynlegra lækninga- áhalda og tækja, lét stjórn hans hlaða upp nýrri og skrautlegri framhlið úr gulum og mislitum múrsteinum, svo að spitalinn varð fallegasta byggingin í Hiroshima — séð frá götunni. Fyrstu fjóra mánuðina var dr. Sasaki eini skurðlæknirinn í spítalanum og fór hér um bil aldrei þaðan út fyrir dyr. En úr því fór hann smám saman aftur að hugsa um sjálfan sig. Hann kvæntist í marz. Hann þyngdist um nokkuð af því, sem hann hafði lagt af, en matarlyst hans hélzt óbreytt aðeins í meðallagi. Fyrir sprenginguna var hann vanur að eta fjórar hrísgrjónabollur í hverja máltíð, en ári seinna treysti hann sér aldrei í fleiri en tvær. Hann var sífellt þreyttur. „En ég verð að gera mér ljóst,“ sagði hann, „að hér eru allir þreyttir.“ Ari eftir að sprengjunni var varpað, var ungfrú Sasaki bækluð kona, frú Nakamura var bjargarlaus, faðir Kleinsorge var aftui kominn á spítalann, dr. Sasaki var ekki fær um að afkasta eins miklu og áður, og dr. Fujii var búinn að missa þrjátíu herbergja spítal- ann, sem hann hafði verið mörg ár að eignast, og ekkert útlit fyrir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.