Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 83
HIRO.SHIMA 73 háskólann. Hvorugur þeirra gat hreyft sig og húsið var farið að brenna. Sonurinn sagði: ..Pabbi, það eina, sem við getum gert, er að helga líf okkar föðurlandinu. Við skulum hrópa Banzai fyrir keisaranum.“ Og faöirinn tók undir með syninum: „Tenno-heika, Banzai, Banzai, Banzai!“ Arangurinn varð, eins og dr. Hiraiwa sagði síðar: „f’að var einkennilegt, en allur ótti leið frá mér, og ég sefaðist fullkomlega, og mér varð rótt í skapi á meðan ég söng Banzai fyrir Tenno.“ Syninum tókst að losa sig nokkru seinna og gat rótað ofan af föður sínum og dregið hann up]>. Þannig hjörg- uðust þeir. Þegar dr. Hiraiwa minntist þessarar reynslustundar síð- ar, endurtók hann oft: „Hvílík hamingja, að við skulum vera Jap- anar. Aldrei hef ég fyrr fundið til slíkrar sælu og er ég ákvað að deyja fyrir keisarann.“ Kayoko Nobutoki, nemandi í stúlknaskólanum Hiroshima Jaza- buin og dótíir lijóna í söfnuði mínum, lá með skólasystrum sínum og hvíldi sig undir garðinum um Búddha-musterið. Þegar spreng- ingin varð, féll garðurinn ofan á þær, svo að þær gálu ekkert hreyft sig. Einnig lagði reyk þar undir, svo að þeim lá við köfnun. Ein stúlknanna hyrjaði að syngja þjóðsönginn, Kirni ga yo, og hinar tóku undir. Allar fórust þær þarna nema Kayoko, sem einhvern veginn tókst að mjaka sér út undan garðinum. Þegar hún kom á Rauðakross-spítalann, sagði hún frá því, hvernig vinstúlkur hennar höfðu látiö lífið — syngjandi þjóðsönginn okkar. Þær voru aðeins 13 ára gamlar. Já, íbúar Hiroshima létu lífiö eins og hetjur í kjarnorkuspreng- ingunni, í þeirri trú, að það væri gert fyrir keisarann.“ Furðulega margir voru þeir íbúar í Hiroshima, sem ekki tóku neina afstöðu til notkunar sprengjunnar frá siðferðilegu sjónarmiði. Kannske stafaði það af því, að hún hafði gert þá svo óttaslegna, að þeir vildu sem minnst um það hugsa. Og þeir voru ekki margir, er einu sinni lögðu á sig að grennslast eftir, hvernig hún liti út. Hugmyndir frú Nakamura um sprengjuna — og óttinn af henni — voru einkennandi. „Kjarnorkusprengjan,“ sagði hún, ef hún var spurð, „er á stærð við eldspýtnastokk. Hitinn frá henni var sex þúsund sinnum sterkari en hiti sólarinnar. Hún splundraðist í loft- inu. I henni er eitthvað af radíum. Eg veit ekki almennilega, hvernig

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.