Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 86
UMSAGNIR UM BÆKUR Halldór Kiljan Laxness: ATÓMSTÖÐIN. — Helgafell. Rvík 1948. Ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness hefnr lengi verið viðburður í heiini íslenzkra bókmennta. Allt frá ]>ví að Vefarinn mikli frá Kasmír barst í hendnr íslenzkra lesenda liafa þeir nauðugir viljugir orðið að taka afstöðu til þessa óstýriláta skálds sem aldrei hefur haldið sig á troðnum brautum, heldur jafn- an komið lesendum sínum á óvart með hverri nýrri bók. Enginn íslenzkur höf- undur hefur verið annað eins þrætuepli, og er þarflaust að rifja upp þá sögu. Nú er þó svo komið að enginn þorir lengur í alvöru að bera brigður á stíl- snilld Halldórs eða listgildi bóka hans. Svo kynlega hefur að vísu borið við, að uin þessa síðustn bók hefur einn annars velgreindur maður látið þá skoðun í ljósi á prenti að Halldór kunni ekki íslenzku — að því er virðist frekast af því að hann hafi ekki lært bana i menntaskóla - - en slík ummæli verða ekki heim- færð til annars en afleiðinga geðvonzku sem ekkert á skylt við bókmennta- gagnrýni. Annað merki um svipaða geðvonzku kom fram í aðgerðum þeirra tveggja nefndarntanna sem nýlega sviptu Halldór listamannastyrk. Að vísu hafa þeir með þessari ráðstöfun unnið sér fastari sess í íslenzkri bókmennta- sögu en ella mundi, en varla er ætlandi að sá bafi verið tilgangur þeirra. Hvað er það þá í þessari nýju bók Halldórs sem hefur komið mönnum til að hlaupa svona út undan sér? Efni bókarinnar er hvorki stórbrotið né nýstárlegt á ytra borði. Ung stúlka, Ugla dóttir Utigangshrossafals í Eystridal í Skagafirði, kemur til Reykjavík- ur til þess að læra að spila á orgel; liún ætlar sem sé að spila á kirkjuorgelið heima, þegar þessir þrír bændur sem eftir eru af tólf í dalnum eru búnir að koma kirkjunni upp. Ugla ræður sig í vist hjá alþingismanni kjördæmis síns Búa Árland, doktor í hagfræði, eiganda fyrirtækisins Snorra-Eddu, miljónungi og mági forsætisráðherrans. Orgelspilið lærir hún hjá heimspekingi og organ- ista sem býr í húsi harla ólíku visthúsi Uglu. Uppistaða bókarinnar eru ævin- týri Uglu í þessum tveimur húsum um veturinn og kynni hennar af fólkinu í þeim og í kringum þau, enn fremur sumarvist hennar í dalnum þar sem hún elur barn sitt sem henni hafði áskotnazt um veturinn. En Halldór Kiljan Laxness væri ekki sá sem hann er ef honum hefði ekki orðið allt annað og miklu meira úr þessari uppistöðu en þessi ófullkomni út- dráttur gefur hugmynd um. Atómstöðin er ekki natúralistisk lýsing á æviferli ungrar stúlku í eitt ár; hún er heldur ekki sálfræðileg greining á viðbrögðunt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.