Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íngs; öll stærri stjórnmálablöð í Vesturevrópu eru í þjónustu stríðs- æsíngamanna og kostuð af þeim. Á blaðaskrifstofunum sitja kúlíar stríðsklíkunnar, og sveitast blóðinu að dýrðast yfir atómbombunni og stálbirgðum Bandaríkjanna og lýsa „bjartsýni“ stríðsæsíngafíflanna um framfarir í hervæðíngu; austrænu verklýðsríkin og alþýðulýðræðin eru gersigruð á þolinmóðum dagblaðapappírnum á hverjum degi; og þó er hægt að fullyrða eitt, það er ekki til í Evrópu ótti við að verklýðsríki austanverðrar Evrópu ætli sér að ráðast á Vesturevrópu. Ég held að stríðsáróðurinn sé einhver árángurslausustu vinnubrögð sem til eru í Vesturevrópu um þessar mundir. í Frakklandi eru amrískir soldátar, hersetumenn landsins, almenníngi slíkur þyrnir í augum, að ef þeir byrja að hreyfa skoltana til að tyggja gúmmí á mannamótum, þá er gerður að þeim aðsúgur, og mér var sagt að herstjórn þeirra hefði bannað þeim að tyggja á almannafæri í Frakklandi. Það er einkennilegt hvernig stjórnmálamenn eru smátt og smátt í augum almenníngs orðnir ekki aðeins lægstur sameiginlegur nefnari manna, heldur blátt áfram úrþvætti mannkynsins; eða einsog Heming- way hefur svo hnyttilega komist að orði í síðustu bók sinni: „okkur er stjórnað af sígarettustubbunum sem skækjurnar hafa drekt í löggunum á bjórglasinu sínu.“ Almenníngur veit að vísu ekki ráð til að losna við þessa rakkara, en þegar stríðsæsíngamenn þjóðþínganna ætla að gera verulegt átak, og bregða hervæðíngarsnörunni fyrir fult og alt um háls friðsamri þjóð, þá lætur almenníngur altaf stjórnmálamennina kenna þrýstíngs alla leið inní þjóðþíngin; altaf þegar á að fara að vinna sjálft ódæðisverkið, velta stjórnirnar; að vísu láta ekki stríðs- æsíngamenn undan, því þeir hafa peníngana; óðar en ein stjórn er fallin á hervæðíngarmálinu er tekið til að hrækja saman einhverri stjórnarnefnu úr sama úrhrakinu og áður, til að „reyna aftur“. Enn sem komið er eru samt þeir miljarðar sem kostað hefur verið í stríðsund- irbúníng og stríðsáróður í Evrópu eitt heljar blöff og amrísk auglýsínga- „bjartsýni“, almenníngur í álfunni stendur með hverju ári sem líður fastar saman gegn skipulagníngu þriðju heimsstyrj aldar. Ari og Dicuil Oft stendur maður sig að því að rýna sér til óbóta í suma þessara fá- orðu staða hjá Ara, einsog þar sem segir að hér liafi verið kristnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.