Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 24
14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
íngs; öll stærri stjórnmálablöð í Vesturevrópu eru í þjónustu stríðs-
æsíngamanna og kostuð af þeim. Á blaðaskrifstofunum sitja kúlíar
stríðsklíkunnar, og sveitast blóðinu að dýrðast yfir atómbombunni og
stálbirgðum Bandaríkjanna og lýsa „bjartsýni“ stríðsæsíngafíflanna um
framfarir í hervæðíngu; austrænu verklýðsríkin og alþýðulýðræðin eru
gersigruð á þolinmóðum dagblaðapappírnum á hverjum degi; og þó er
hægt að fullyrða eitt, það er ekki til í Evrópu ótti við að verklýðsríki
austanverðrar Evrópu ætli sér að ráðast á Vesturevrópu. Ég held að
stríðsáróðurinn sé einhver árángurslausustu vinnubrögð sem til eru í
Vesturevrópu um þessar mundir. í Frakklandi eru amrískir soldátar,
hersetumenn landsins, almenníngi slíkur þyrnir í augum, að ef þeir
byrja að hreyfa skoltana til að tyggja gúmmí á mannamótum, þá er
gerður að þeim aðsúgur, og mér var sagt að herstjórn þeirra hefði
bannað þeim að tyggja á almannafæri í Frakklandi.
Það er einkennilegt hvernig stjórnmálamenn eru smátt og smátt í
augum almenníngs orðnir ekki aðeins lægstur sameiginlegur nefnari
manna, heldur blátt áfram úrþvætti mannkynsins; eða einsog Heming-
way hefur svo hnyttilega komist að orði í síðustu bók sinni: „okkur er
stjórnað af sígarettustubbunum sem skækjurnar hafa drekt í löggunum
á bjórglasinu sínu.“ Almenníngur veit að vísu ekki ráð til að losna við
þessa rakkara, en þegar stríðsæsíngamenn þjóðþínganna ætla að gera
verulegt átak, og bregða hervæðíngarsnörunni fyrir fult og alt um
háls friðsamri þjóð, þá lætur almenníngur altaf stjórnmálamennina
kenna þrýstíngs alla leið inní þjóðþíngin; altaf þegar á að fara að
vinna sjálft ódæðisverkið, velta stjórnirnar; að vísu láta ekki stríðs-
æsíngamenn undan, því þeir hafa peníngana; óðar en ein stjórn er
fallin á hervæðíngarmálinu er tekið til að hrækja saman einhverri
stjórnarnefnu úr sama úrhrakinu og áður, til að „reyna aftur“. Enn
sem komið er eru samt þeir miljarðar sem kostað hefur verið í stríðsund-
irbúníng og stríðsáróður í Evrópu eitt heljar blöff og amrísk auglýsínga-
„bjartsýni“, almenníngur í álfunni stendur með hverju ári sem líður
fastar saman gegn skipulagníngu þriðju heimsstyrj aldar.
Ari og Dicuil
Oft stendur maður sig að því að rýna sér til óbóta í suma þessara fá-
orðu staða hjá Ara, einsog þar sem segir að hér liafi verið kristnir