Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 27
IIEIMA OG ÍIEIMAN 17 enn fyr, rómverska, og leiðrétta þá um sól og ís á landinu. Dicuil skrifar í kríng um árið 825, þrjú hundruð árum áður en Ari, og talinn vera þá á sjötugsaldri. Af upphafsorðum kaflans um Týli í De mensura verður mér ekki jafnljóst og ýmsum mönnum mér fróðari, að koma íra til landsins verði ársett; hann segir ekki að írar hafi komið hér þrjátíu árurn áður en hann skrifar, heldur að svo lángur tími sé liðinn síðan klerkar sögðu honum af ferð sinni: trigesimus nunc annus est a quo nuntia- verunt mihi clerici, qui . . . in illa insula manserunt etc.; má vera að þá er þeir sögðu Dicuil fyrir þrjátíu árum, hafi önnur þrjátíu verið um liðin síðan þeir gerðu förina. En hvað um það, þeir voru hér. Hvernig komust þeir? Farkostir íra voru smábátar úr kýrhúðum, enn er farið sumstaðar á Irlandi milli lands og eya í bátum af sömu gerð, nema úr vatnsheldum striga olíubornum nú á dögum. Þessir bátar eru kjöllaus- ir og ákaflega valtir. En í þessum auvirðilegu hornum fóru írskir einbúar samt yfir úthöfin vegna Krists; Jjeir kölluðu Jsessi ferðalög „peregrinare pro Christo“. Dicuil skýrir frá færeyaferðum þeirra á slíkum bátum fyrir víkíngaöld, t. d. segir „þrautreyndur guðsmaður“ honum frá því að hann sjálfur hafi á tveim dögum og einni nóttu siglt frá nyrstu eyum Bretlands til Færeya (sem Jjá hafa reyndar ekki nafn, en landfræðileg lýsíng þeirra hjá Dicuil stendur heima aungvusíður en íslandslýsing hans). Þessi reyndi guðsmaður segir að hann hafi farið þarna á milli landa í báti sem aðeins hafði tvær þóftur: navigans in duorum navicula transtrorum. í skipum af þessu tagi hafa Jjeir vita- skuld farið til íslands líka, þeir áttu ekki annars völ. Hitt er einna furðulegast í sögu Dicuils að þeir skuli hafa lagt norður í þetta hams- lausa ókunna haf á svona skipi í febrúarmánuði; þeir hljóta að hafa trúað mjög sterklega á Krist; og Kristur einsog fyrri daginn haft gam- an af að styðja þá sem voru svo als vesælir að Jseir voru stórhlægilegir. Sjómenn segja mér að það sé hugsanlegt eða jafnvel gerlegt að sigla skektu frá Hjaltlandi til Austurlands í stiltum sjó og hægum byr þó um hávet'ur sé; sjálfur hef ég stundum farið á milli að vetrarlagi í næst- um lognsléttum sjó þó mig hefði ekki lángað að sigla þessa leið á kýr- húðarbáti með tvær árar á borð. Hissa mun selur og mávur hafa orðið á Papós Jjegar Jaessir ágætu menn stigu ])ar á land á Jjorra árið 795. H. K. Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1952 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.