Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Qupperneq 34
24 TÍMAKIT MÁLS OG MENNINGAR breyta fyrir þá sök frumskilningi sínum. Þegar á æskuárunum varð líf hans að frelsisbarátlu til að losna frá umhverfi, þar sem örugg kyrrðin ætlaði að þrúga hann niður. En flóttinn þaðan kom honum engan veg- inn til að standa hlutlaus álengdar. Hann kastast einungis nauðugur eða viljugur frá bernskuumhverfi sínu út í glundroða og ringulreið. Það er gelgjuskeiðsbreyting unglingsins, en það er líka annað og meira. Það er viðnám heillar kynslóðar gegn umbrotum tímans, sem bar menn frá öryggi og framvinduhug nítjándu aldar til heimsstríða og almenns óróa tuttugustu aldarinnar. Að nokkru leyti má vel skil- greina áköf viðbrögð Lagerkvists við vandamálum lífsins sem tilraun til endurglöggvunar á nýjum og framandi heimi. Segja má, að æskuljóð Lagerkvists séu fyrsta örvæntingarviðbragð manns, sem lifir heimsstyrjöld og finnur hina gömlu, traustu tilveru sína hrynja til grunna. Það er skáldskapur, sem brýtur erfðavenjuna af því vægðarleysi, að fólki, sem hafði ekki jafnnæma kennd og Lagerkvist fyrir hræringum tilverunnar, hlaut að þykja hann afkáralega öfga- kenndur. Jafnvægi er þar ekkert. Stundum getur hann verið sem van- máttugt hróp um eymd mannlífsins, en jafnframt getur þar birzt manni villt, frumstæð ást til lífsins er þvingar með angist sinni sterkari lífs- nautn út úr tilverunni en hamingjan getur veitt. Það er taugaáfallsskáld- skapur, sem neitar sér ekki um nein meðul til að sýna, hvernig lífið leikur á strengi næmra tauga. Formið er mjög expressjónskt. Mishljóm- arnir brjótast út í nöktum styrkleika. Ljóðasafn eins og Ángest (Ang- ist) á þess mýmörg dæmi. Ljóðlist í venjulegri merkingu á þar ekki inikið rúm. Eins er háttað leikritum þeim, sem koma frá Lagerkvist á þessum tírna. Þau eru sviðsett útrás þjáninga tilverunnar, en ekki leik- rit eins og fólk er vant að hugsa sér þau. Við getum tekið sem dæmi Himlens hemlighet (Leyndardómur himnanna) í safninu Kaos. A leik- sviðinu sést einfaldlega skiki af hnetti, þar sem nokkrir menn eru á strjálingi. Hver fæst við sitt, enginn þeirra hefur neinn áhuga á hinum. Stúlka reynir örvílnuð að finna á hljóðfæri sínu þann streng, sem ekki finnst, en verður að finnast. Á bak við slítur maður höfuðið af einni brúðunni eftir aðra. Það er stílfærð afskræmismynd af lífinu. Aðeins ein mannvera er öðruvísi en hinar. Það er unglingur, sem stöðugt geng- ur í milli og spyr, hvað allt þetta eigi að þýða. Að lokum gefst hann upp og varpar sér burt af þeim hnetti, þar sem mennirnir eru stirðnað-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.