Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR töluvert litrík frásögn af hirðlífi á endurreisnartímabilinu, og því kannski aðgengilegri en fyrri Irækur Lagerkvists. En bókin er einnig full af táknmáli, mætti jafnvel segja um of. Aðalsöguhetjan, dvergur- inn, er í senn maður og tákn. Eins og böðullinn er bann persónugerv- ingur vonzkunnar, en þó annarrar tegundar. Stefna hans er dauðinn, en ekki þesskonar dauði, sem safnar mönnum inn í eilífðina. heldur hið lifandi dauða, hið alófrjóa, það sem aðeins á sér eitt takmark, að sjá allt annað jafnlífvana og sál sín sjálfs. Undirrót tilveru hans er til- gangsleysið. Að ýmsu leyti grannskoðar hann mennina miklu nákvæm- ar en þeir geta gert sjálfir. Hann veit, að það verður ekki sérlega mikið úr háleitum áformum þeirra, að hverri góðri hugsun fylgir þegar í stað önnur slæm, að á eftir stundarhrifningu fer jafndjúp ólund. En um leið furðar hann á þessari undarlegu tvöfeldni með mönnunum, þar sem hann er alltaf samur og jafn. Og hin fránu rannsóknaraugu hans ná aðeins til þess, sem jarðarinnar er. Stjörnurnar getur liann aldrei séð. Þetta, að hann skilur ekki, að sjónarsvið mannanna nær út fyrir jörðina, veldur að lokum falli hans. En hann tekur þolinmóður út refs- ingu sína. Brátt mun aftur koma að því, að húsbóndinn þarfnist hans, að hann fái aftur að koma út í dagsbirtuna. — Þannig endar hin síð- asta mikla hljómkviða Lagerkvists, þar sem ofin eru saman tvö temu, mennirnir og hið illa, mennirnir og möguleikarnir, sem í þeim búa. Lagerkvist hefur sagt á einum stað, að við gétum gleymt lífinu, en lífið gleymi engu. Það er til alls staðar, öllum stundum og óskipt. Hér er eins og hann freisti þess að líkja eftir lífinu sjálfu, tjá það frá sem flest- um sjónarmiðum, jafnt í illsku þess og gnótt. í Dvargen hefur Lagerkvist gengið úr bardaganum og helgað sig á ný listinni einni. Hann hefur sagt skilið við menningarvandamálin og sér aftur manninn einan, eins og hann er æ og ævinlega. Hann virðist nú jafnan sækjast eftir því að láta verk sín gerast á liðnum tíma. I síð- ustu bók sinni hverfur hann aftur á fyrstu öld kristninnar. Hetja henn- ar er Barrabas, maðurinn, sem var látinn laus í stað Jesú. Hann er grófgerður og ruddalegur afbrotamaður. Tilfinningalíf hans er einfalt og frumstætt, einkennt af því hatri, sem hefur verið dagleg næring hans siðan hann fæddist. En daginn, sem hann losnar úr fangelsinu og sér hinn undarlega mann, sem á að krossfesta í hans stað, fáráðlinginn, sem gekk um og kenndi, að mennirnir ættu að elska hverir aðra , þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.