Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 50
40 TIMARIT MALS OC MENNINGAR gamalkunnu æfintýri sem enda á brúðkaupsveizlu — og jafnvel Ólína er dálítið öfundssjúk. Aumingja Ólína. En hugsýnirnar eru eitthvað öðruvísi en þær eru vanar að vera, þær höfðu verið fullnæging fremur en þrá, ópíum sem gerði hana ánægða en lokaði öllum veruleikans leiðum til framkvæmda. Nú blasti við henni uppfyllingin, staðreyndirnar; og hversu hugfangin sem henni fannst hún vera af væntanlegu ferðalagi sofnaði hún með kvíða í brjósti. Um morguninn segir hún húsmóður sinni frá heimboðinu. Það er auðvitað dálítið óþægilegt að missa þig frá verkum. En far þú bara, mér leggst eitthvað til. Þú hefur ekki haft svo mikið frí um dagana, og þú verður þeim mun duglegri þegar þú kemur aftur. Leyfið er þannig veitt án mikillar eftirtölu. * Hú n er ferðbúin tveimur klukkuslundum áður en áætlunarbíllinn á að fara, situr á rúmstokknum og horfir á úttroðinn‘vaðsekkinn á gólf- inu. Þögull förunautur sem geymir í sínum víða belg allt hennar skraut sem hún ætlar að skarta með í dalnum. Hún hugleiðir hvort hún hafi engu gleymt sem gæti komið sér vel á ferðalagi eða til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar verða til hennar af íbúum dalsins, allt er undir því komið að fyrstu samfundir þeirra verði henni í hag. Hún gengur að speglinum og horfir í hann. Fyrst starir hún á rnynd sína án þess að veita henni athvgli, en svo er sem hún vakni af löngum svefni; hún skoðar og gagnrýnir þetta hálfgamla þreytulega andlit sem varla nokkurn tíma hefur farið úr böndunum, alltaf haft á sér svip sjálfsagðrar þrælkunar og ekkert á- girnzt annað en vatnsblandaða drauma. Hvernig átti hún að koma fram fyrir dalinn sinn og ibúa hans í þessu gervi? Hvernig mundi fallegasta manninum verða við þegar hann liti þessa fígúru standandi uppi á hæsta hólnum þegar hann væri búinn að hætta velferð sinni með átta- tíu kílómetra hröðum akstri til að sjá hana? Þetta var ekki hægt. Hún gat ekki staðið við loforð drauma sinna; það var um seinan; öll ævi hennar hafði smátt og smátt undirbúið þessi svik. Og hvernig mundi svo dalurinn reynast henni eins og hún var orðin? Mundi hann ekki líka bregðast henni? Yrði liann eins fagur og hún hafði skapað hann? Væri fólkið jafn óaðfinnanlegt og hún hafði trúað? Gerðust þar æfin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.