Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 57
,ÉG ER KONAN ÞÍN, GÍSLI'
47
]>er trúarleg efni fyrir Iirjósti, en skortir grundvöll, er hann geti treyst.
Þetta er næsta einstætt viðfangsefni í Islendingasögunum og hvergi
tekið með nærri þvílíkri festu og í þessari sögu, svo að ]>að verður ann-
ar af tveim aðalþáttum hennar.
III
Hinn þátturinn er ástalífs eðlis. Islenzka þjóðin hefur um langt
skeið tignað Auði Vésteinsdóttur sem hið fegursta dæmi um ástir og
tryggð og hetjudáðir eiginkonu ógæfumannsins. En í þessari sögu er
miklu meira fjallað um ástir en við blasir á yfirhorði hennar, og virð-
ist flestum hafa sézt yfir þá þættina, sem mestur þunginn livílir á og
eru meginþættir sögunnar.
Um það verður ekki deilt. að iirlagavaldur sögunnar er hjal þeirra
mágkvennanna Auðar og Ásgerðar í dyngjunni, þar sem þær ræddu
ástamál sín. ,.Hún (Auðuri stríðir Ásgerði, mágkonu sinni, á Vé-
steini, hróður sínum,“ segir Sigurður Guðmundsson i Ágripi af forn-
íslenzkri hókmenntasögu og bætir svo við: „Af stríðni Auðar og af-
brýði Þorkels gerist i raun réttri Gísla saga,“ og mun í þessum orðum
réttilega túlkað hið viðurkennda sjónarmið.
En mun ekki nokkuð veikt að orði kveðið, að um stríðni eina liafi
verið að ræða í hjali þeirra? Lítum nánar á frásögn sögunnar.
Mágkonurnar sitja við sauma, og maður Ásgerðar, Þorkell Súrsson.
hlustar á tal þeirra gegnum þil milli eldhúss og kvennadyngjunnar. Ás-
gerður biður Auði að sníða skyrtu Þorkeli. Auður svarar: „Það kann
eg eigi betur en þú, og mundir þú mig ekki þess biðja, ef þú skyldir
gera Vésteini bróður mínum.“ „Eitt er það sér,“ segir Ásgerður, „er
tekur til Vésteins; og svo mun mér þykja nokkura stund, og meira ann
ég honum en Þorkeli bónda mínum, þótt vér megum aldrei njótast.“
Auður mælti: „Löngu vissi eg það, hvað Þorkeli var um það og hve
það fór,’ og ræðum við ekki lengur um.“ „Það þyki mér ekki brígzl,“
segir Asgerður, „þótt mér þyki Vésteinn góður; en heyrði ég hitt sagt,
að mjög oft hittust ])ið Þorgrímur, áður ])ú varst gefin heiman.“
Auður mælti: „Þar fvlgdu engir mannlestir, og tók ég engan mann
undir Gísla, svo að þar fylgdi ósæmd; og hættum þessu tali.“
Mér þykir nokkuð veikt að orði kveðið, að í orðum þeirra sé um
stríðni eina að ræða. Hér er rætl um djúpstæð fjölskyldumál í kven-