Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 60
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bindur hendur Þorkels í aðgerðum á hendur Vésteini. Kærleikarnir þeirra í'milli skína hvarvetna í gegn. Eftir morð Vésteins þráspyr Þor- kell. hversu Auður berist af „um bróðurdauðann. Hvort grætur hún nokkuð?“ ..Löngu vissi eg. hvað Þorkeli var um það“ gæti bent til trúnaðarsambands milli Auðar og Þorkels. Við leika eggjar Þorkell Gísla að sýna afl sitt í leik gegn Þorgrími, og þegar Gísli hefur borið hærri hlut í þeim leik, fagnar hann því: „Nú reyndi, hver sterkastur var og mestur atgervimaður.“ Hann varar hann við hættum, eftir að hann hefur myrt Þorgrím, hans bezta vin, og veitir honum hvers konar hjálp í útlegðinni aðra en þá að skjóta yfir hann skjólshúsi á heimili sínu. — En ástæður eru til að ætla, að fyrri fundir Þorgríms og Auðar liafi gert Þorgrími léttara fyrir að höggva nærri þeim hjónum Gísla og Auði og vitund um þá fyrri fundi hafi öðrum þræði legið að baki holundarlaginu, sem Gísli veitti Þorgrími „í beðinn niður“. IV En þá er næst að athuga samlíf þeirra Gísla og Auðar og hvort þar megi merkja atriði, sem benl gætu i þá átt, að veilur hafi verið í ástar- lífi þeirra af rótum fyrri ástarkynna Auðar. Sagan lætur þess margsinnis getið. hve mjög þau hafi unnazt Auður og Gísli. Hversu örugglega sem að Gísla er búið af vinum hans, þá leitar hann með hverjum vordögum í Geirþjófsfjörð, 1 nánasta færi við Eyjólf í Otradal. sem tekið hafði við fé til höfuðs honum. 1 Haga á Barðaströnd. hjá Þórunni móður Gests Oddleifssonar, var hann betur haldinn en á öðrum stöðum. „En er voraði, fór hann vestur í Geirþjófs- fjörð; má hann þá ekki lengur vera frá konu sinni; svo unnust þau mikið.“ En um haustið fer hann svo aftur til Þórunnar. - I Hergilsey er Gísli í þrjá vetur, og þar naut hann öruggastrar dvalar. „En hann er í brott um sumrum og er þá í Geirþjófsfirði.“ — Agæti Auðar sem eiginkonu hefur verið nafntogað, og Gísli hefur oftlega orð á því, hve vel hann er kvæntur. Trúnaður er hinn einlægasti milli þeirra hjóna. Auður segist segja honum „allt það, sem eg á vant um að ráða“. Þegar hugsýkin í formi draumanna sækir þyngst á Gísla, þá er það hans at- hvarf að láta Auði fylgjast með. og er hún óspör að inna hann eftir því. hvað fyrir liann hafi borið og gefa honum þannig kost á að lélta á hug sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.