Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 67
C E 1 K KKISTJANSSON:
í tilefni af hundruðustu ártíð Gogols
Skeríur Rússlands til heimsbókmenntanna á tímabilinu frá því kring-
um 1840 og fram að heimsstyrjöldinni fyrri er framar öllu öðru skap-
gerðarsagan, oft þrungin þjóðfélagslegri ádeilu og hlífðarlaus og for-
dómalaus í rýni sinni á mannlegu eðli. Skáldsagnagerðin er líka svo
veigamikill ])áttur í rússneskum bókmenntum á umræddu tímabili að
slíks þekkjast engin dæmi með nokkurri annarri þjóð nema ef vera
kynni með íslendingum á þrettándu og fjórtándu öld.
Vafalaust á þetta að nokkru rætur sínar að rekja til þess að auðveld-
ara var að fara í kring um ritskoðunina og ná til fólksins með skáld-
sögunni heldur en með blaðagreinum eða ritgerðum, sem fjölluðu um-
búðalaust um þjóðfélagsmál. Skáldsagan varð því snemma eins konar
„alþingi andans“ í Rússlandi, enda hefur hún þar orðið mannlegri og
sannari og lausari við ýmsar tízkutiktúrur formsins en víðast hvar
annars staðar.
Sá sem talinn er öðrum fremur upphafsmaður þessara raunsæju
ádeilubókmennta er Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809—1852). Gogol
var þó hvorki róttækur í skoðunum né raunsæismaður að upplagi, og
virðast þessi áhrif hans í bókmenntunum því í fljótu bragði harla
merkileg. Hann var kominn af úkraínskum lágaðli og fæddur í grennd
við Poltava. Nítján ára gamall brautskráðist hann úr menntaskólanum
í Nezín og um haustið héll hann til St. Pétursborgar, sem hann taldi
víst að mundi taka sér tveim höndum og lyfta sér formálalaust á hæstu
tinda mannlegrar hefðar. Gogol, sem alltaf var fremur pasturslítill og
átti hvarvetna erfitt með að samlagast umhverfi sínu eins og títt er um
draumhyggjumenn, hafði snemma vanizt á að Ieita í eigiti barin og
efla þar vopn gegn áleitinni vanmetakennd, enda var hvorki hógværð
né lítillæti í þeim draumum, sem hann lét sig dreyma um hið mikla og