Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 77
JARÐVEGUR OG RÆKTUN 67 má raunar heita ómögulegt við venjulega ræktun í stórum stíl. Það hafa að vísu ver- ið gerðar tilraunir til að „bera á“ kolsýru þ. e. auka kolsýrumagn loftsins umhverfis jurtirnar, en án verulegs árangurs. Vísindamenn í Sovétríkjunum telja þó núna að þessum möguleika eigi að gefa meiri gaum. Nokkur hluti þeirrar orku, sem jurtimar nota til þess að framleiða hin lífrænu efni sín úr ólífrænum hráefnum, breytist í hita. Jurtimar þurfa því kælingu eins og hver önnur vél sem erfiðar. Þessa kælingu fá þær með uppgufun vatns frá blöðunum. Uppgufunin hefur um leið þau áhrif að vökvastraumur myndast frá rótunum upp stöngulinn eða stofninn til blaðanna og ber með sér næringarefni frá jarðveginum. Aðeins Vi hluti eða 25% þess lífræna efnis sem ræktaðar jurtir, svosem komteg- undir og garðjurtir mynda, er nothæft sem fæði til manneldis. Jurtirnar nota sjálfar til brennslu um það bil helming þess orkuríka efnis sem þær framleiða. Miðað við þá orku sem jurtirnar nota til framleiðslu sinnar kemur því aðeins % eða 12%% fram sem efni nothæft til manneldis. Þrír f jórðu hlutar af efni jurtanna er úrgangur eins og t. d. hálmur, rætur o. fl. Þetta úrgangsefni má ekki fara til spillis. Bezta notk- un þess er til skepnufóðurs. Skepnumar, húsdýrin, eru sú lifandi verksmiðja sem breytir úrgangsefnum og aukaefnum frá akuryrkju og garðyrkju í lífrænt efni sem mennirnir geta notað til fæðis. Hér rekum við okkur aftur á það sama: Skepnurnar skila aðeins % af þeirri orku sem þær fá í fóðrinu sem fæðu eða öðru nothæfu efni handa mönnum. Hitt er úrgangur, nefnilega saur, þvag og kolsýra sem myndast við öndunina. Urgangsefnin frá dýrunum hafa að geyma öll steinefnin sem þau fengu í fóðrinu og þessi steinefni verður aftur að gera aðgengileg sem næringarefni fyrir jurtirnar. Við getum skipt frumefnunum í tvo hópa eftir því hvort þau koma fyrir sem hluti af lifandi líkömum þ. e. eru nauðsynleg fyrir lífið, eða ekki. Hin lífsnauðsynlegu frumefni eru hérumbil 1%% af þunga allrar jarðskorpunnar að meðtöldu vatni og lofti. Kolefni sem er eitt aðalefnið í öllum lifandi verum nemur 0,4% af þyngd jarð- skorpunnar. Fosfór sem er eitt allramikilvægasta efnið í líkömum okkar, er t. d. að finna í öllum þýðingarmiklum líffærum t. d. beinum og taugavef og í heilanum, nemur aðeins 1% miljónasta af hundraði eða 15 milligrömmum í hverju tonni jarð- skorpunnar til jafnaðar. Af þessu sést að ef öll úrgangsefnin frá h'fsstarfsemi manna og dýra héldust í óhreytu formi, þ. e. ef engin rotnun yrði, þá myndu öll híologiskt mikilvæg efni safnast fyrir sem úrgangsefni og lífið deyja. Jurtirnar geta aðeins notað ólífræn efni sem næringu, en úrgangsefnin frá lífs- starfsemi dýranna eru lífræn. Smálífverur jarðvegsins, gerlarnir breyta lífrænum efnasamböndum í ólífræn steinefni aðgengileg fyrir jurtirnar. Gerlarnir eða bakterí- umar mega því teljast millistig og tengiliður dýraríkisins og jurtaríkisins. Jórturdýr eins og t. d. kýrin geta hagnýtt eggjahvítufátæk næringarefni og byggt upp af þeim eggjahvíturík efni. Melting þeirra er að talsverðu leyti framkvæmd af sveppum og gerlum í vömbinni og þau geta því melt sellulósu. Dýr með einfaldara meltingarkerfi eins og t. d. hestar, svín og fuglar þurfa að fá eggjahvíturíka fæðu. Það er samt hagkvæmara að gefa nautpeningi nokkuð af eggjahvíturíku kjarnfóðri auk grunnfóðursins sem auðvitað á að vera hey, gras og annað grænt fóður. Sérstak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.