Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Blaðsíða 82
72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og fosfór, og þá farið eftir því hve mikið af þessum efnum fyndist í ösku jurtanna
þegar þær voru brenndar. Jurtir sem þurftu mikið kalí voru t. d. þær sem mynduðu
rótarhnýði og stöngulhnýði. Fosfat-jurtir, allar tegundir brauðkorns. Köfnunarefnis-
og kalkjurtir voru belgjurtirnar, og súlfatjurtir voru svo allar grastegundirnar. Þessi
skipting eftir samsetningu öskunnar er þó dálítið vafasöm ræktunarfræðilega séð og
ekki sérlega vísindaleg.
Skipting jurta eftir vatnsþörf þeirra hefur talsverða hagnýta þýðingu, því vatnið
er ekki síður mikilvægt fyrir jurtimar en næringarefnin. Vatnsnotkun sömu jurta-
tegundar getur þó verið mjög breytileg og fer meðal annars eftir því hvort öðrum
vaxtarskilyrðum er fullnægt eða ekki. Notkun tilbúins áburðar getur t. d. haft mjög
lítil áhrif til að auka afraksturinn, ef jurtina skortir vatn.
Nytjajurtum hefur verið skipt í 9 flokka eftir því hvað hentugt er að rakastig jarð-
vegsins sé við ræktun þeirra. Sumar korntegundir þurfa t. d. rakastigið 30%, aðrar
meira. Garðjurtir 60—70%. Engjagras og belgjurtir 90%.
En af hverju ákveðst þá mismunandi vatnsþörf jurtanna? Jurtfrnar þurfa mest vatn
á vaxtarskeiði sínu þegar ný blöð og nýir sprotar eru að myndast. Jurtir sem hafa stutt
vaxtarskeið gera minni kröfur til raka jarðvegsins, geta látið sér nægja 10—20%
rakastig t. d. sum snemmþroska fóðurgrös. Jurtir með breið og stór blöð eins og
ýmsar belgjurtir þurfa mikið vatn. Fjölæru grasjurtimar þurfa mest vatn allra jurta.
Vatnsþörf jurtanna er auðvitað í beinu hlutfalli við uppgufunina. Því meiri sem
uppgufunin er, þeim mun meiri er vatnsþörfin. Þéttur vöxtur eins og t. d. hjá hör
minnkar útgufunina. Stór blöð þýða mikla útgufun. Gerð jurtanna og útlit fer því
oft eftir því hvernig lífsstarfsemi þeirra er háttað. Tökum t. d. ertur og ýmsar jurtir
sem mynda olíu í fræjunum. Þær hafa stórt yfirborð blaða og uppgufunin er því mikil
og vatnsþörfin mikil. Þetta stendur í sambandi við mikla brennslu eða orkueyðslu
við myndun fitu og eggjahvítuefna. Þessar jurtir eyða mestum hluta af kolvetnum
sínum til þess að mynda eggjahvítuefni og fitu; við það myndast mikill hiti og þess-
vegna þarf mikla uppgufun til kælingar.
Frjósemi jarSvegs, áburður og sáðskipti
Það er gömul reynsla að akur, sem sáð er í ár eftir ár, hættir að lokum að gefa
góða uppskeru. Menn fundu snemma upp þá aðferð að hvíla akurinn, láta hann
liggja ósáinn nokkurn tíma, helzt nokkur ár og einnig að nota sáðskipti, breyta um
ræktarjurtir frá ári til árs. Þessar aðferðir báru nokkurn árangur, en frjósemi jarð-
vegsins virtist þó fara minnkandi með tímanum.
Þjóðverjinn Justus von Liebig uppgötvaði að jurtirnar nota ólífræn sölt úr jarð-
veginum sér til næringar. Liebig og fylgjendur hans héldu að nú væri gátan ráðin:
Við hverja uppskeru tökum við efni frá jörðinni og þessi efni verður hún að fá aftur
til að halda frjósemi sinni. Auðvitað er nokkuð rétt í þeSsu, þótt það sé ekki allur
sannleikurinn. Það hjálpar stundum að bera á ólífræn efnasambönd af köfnunarefni,
fosfór og kalíum, en það nægir ekki alltaf og jafnvel sáðskipti og plöntun belgjurta,
sem safna köfnunarefni í jarðveginn nægir heldur ekki til að uppskeran verði jöfn og
stöðug, hvað þá vaxandi.