Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 89
JARÐVEGUR OG RÆKTUN 79 ammoníak. Þetta er sýra + basi sem sameinast og mynda ammoníum-húmat. Þessi tvö eiturefni eyða þannig verkunum hvors annars. Ammoníum-húmat er meira að segja hæft næringarefni fyrir menn. Það sem einkennir þær efnabreytingar sem fara fram við loftkæra ummyndun líf- rænna efna er einmitt það að eiturefnin eyða verkunum hvers annars og breytingin getur því haldið stöðugt áfram. Og þetta er ástæðan til þess að loftkærar bakteríur geta valdið algerri rotnun lífrænna efna svo að ekki verður annað eftir en oxíderuð steinefni. Eins og nú hefur verið útskýrt er ekki hægt að endurlífga að fullu frjósemi akurs, sem hættur er að gefa uppskeru, með því að láta hann hvílast, standa ósáinn án á- burðar og ekki heldur þótt borið sé á. Með þeirri aðferð fæst ekki sú innri gerð jarðvegsins sem nauðsynleg er til þess að tryggja jafna og mikla uppskeru. Árviss og mikil uppskera er aftur á múti tryggð með travopolé eða gras-akurkerf- inu sem P. A. Kostyséf var upphafsmaður að og var seinna fullkomnað af V. R. Viljams. Þetta kerfi krefur að jafnmikið tillit sé tekið til allra greina landbúnaðarins, en ekki lögð áherzla á akuryrkju eingöngu. Það sameinar og umlykur alla þætti fram- leiðslunnar í einni heildaráætlun. Það tekur tillit til hinna mismunandi eiginleika þriggja höfuðsvæða landslagsins, vatnaskila, hlíða og láglendis. Ræktunarskilyrðin í hlíðum og dölum eru ólík og það þarf því að hafa tvennskonar sáðskipti, sín fyrir hvort landssvæði, fóðurjurtasáðskipti og kornsáðskipti. Það er heppilegt að rækta kom í hlíðunum en ekki niðri í dölunum. Þar er of rakt og jafn- vel of mikið af næringarefnum fyrir korn. Takmörkin eru auðvitað ekki skörp milli þessara svæða. Niðri á láglendinu í dölunum á að vera fyrst og fremst grasrækt, engi, í hlíðunum fyrst og fremst komrækt. Á vatnaskilum og öllu hálendi, þar sem hægt er, á að rækta skóg. Aðeins jurtir með djúpar fjölærar rætur þ. e. skógamir, geta hagnýtt gróðurskilyrðin á þeim svæðum. Um leið tempra skógamir rakamagn hlíða og láglendissvæða, hindra ofþornun lands og uppblástur ásamt skógarbeltunum sem gróðursett verða á steppunum. I Sovétríkjunum stendur nú yfir framkvæmd Stalínáætlunarinnar um áveiturnar miklu, ræktun eyðimarkanna, breytingu loftslagsins og aukningu uppskerunnar. I þeirri áætlun er plöntun skjólskógabelta á steppunum mikill þáttur. í skjólbeltunum verður ekki aðeins plantað skógartrjám, heldur einnig ávaxta- trjám, samkvæmt tillögum Mitsjúrins. Til þess verður valið t. d. eitt af kirsiberjatrjám Mitsjúrins, sem þarf litla sem enga umönnun en gefur þó árvissa uppskeru. Við ræktun skógarbeltanna verður einnig hagnýtt hóp-plöntunaraðferð Lysénkos, sem gerir það að verkum að plönturnar þurfa litla gæzlu í uppvextinum og skjól- skógurinn verður farinn að gera gagn þrem til fimm árum eftir að honum er plantað. Aknr-sáðskiptin Þar sem fjölær grös vaxa byrja loftfælnar bakteríur starfsemi sína á vorin og úlmínsýra myndast. Þegar þomar kemst loft að og loftkærar bakteríur geta starfað,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.