Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 97
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA
87
Stalín: Það er rétt, að vér gerðum tilraun með að sprengja eina af tegundum
kjarnorkusprengjunnar. I framtíðinni munu einnig verða gerðar kjarnorku-
sprengjutilraunir af ýmsum stærðum, í þeim tilgangi að verja land vort gegn á-
rásum ensk-ameríska árásarbandalagsins.
Pravda: Ymsir málsmetandi menn í Bandaríkjunum gerðu mikið hark út af
kjamorkutilrauninni og kölluðu ógnun við öryggi Bandaríkjanna. Er nokkur
ástæða til slíks ótta?
Stalín: Það er engin ástæða til slíks ótta. Málsmetandi menn Bandaríkjanna
hljóta að vita, að Ráðstjórnarríkin eru ekki aðeins mótfallin notkun kjarn-
orkuvopna, heldur vilja þau einnig banna þau og hætta framleiðslu þeirra. Það er
kunnugt, að Ráðstjórnarríkin hafa mörgum sinnum krafizt þess, að kjarnorkuvopn
yrðu bönnuð, en hverju sinni hefur því verið hafnað af Atlanzhafsbandalaginu.
Þetta þýðir, að valdhafar í Bandaríkjunum munu beita kjarnorkuvopninu ef
svo kynni að fara, að Bandaríkin réðust á land vort. Það var einmitt vegna þessa,
að Ráðstjórnarríkin neyddust til að afla sér kjamorkuvopna til þess að geta tekið
móti árásarmönnunum vel vopnum búin.
Auðvitað mundu árásarmennimir vilja það helzt, að Ráðstjómarríkin væm
vopnlaus ef til árásar kæmi, en Ráðstjómam'kin em ekki á sama máli, og telja, að
mæta verði andstæðingunum fúllbúin til vígs.
Því er það, að ef Bandaríkin hafa ekki í hyggju að ráða á Ráðstjórnarríkin, þá
verður að telja ótta málsmetandi manna Bandaríkjanna ástæðulausan, því að Ráð-
stjómarríkin hafa ekki í hyggju að ráða á Bandaríkin né nokkurt annað land.
Málsmetandi mönnum Bandaríkjanna þykir það leitt, að Bandaríkin búa ekki
ein að kjarnorkuleyndarmálinu, heldur einnig önnur lönd, Ráðstjómarríkin fyrst
og fremst. Þeir væru því fegnastir, að Bandaríkin hefðu einokun á framleiðslu
kjarnorkusprengjunnar. Þeir væm því fegnastir, að Bandaríkin hefðu ótakmark-
aðan kost á því að hræða og beygja önnur lönd. En hvaða ástæðu hafa þeir, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, til að mæla svo? Og hvaða rétt? Getur það verið, að
það sé til varðveizlu friðarins, að menn eiga slíkt einkaleyfi, eða mundi það ekki
vera sannleikanum samkvæmara, að varðveizla friðarins krefst þess fyrst og fremst,
að slík einokun sé afnumin og síðan séu kjamokuvopnin bönnuð skilyrðislaust?
Ég hygg, að fylgismenn kjamorkusprengjunnar muni þá fyrst sættast á að banna
hana þegar þeir sjá, að þeir hafa ekki einokun á henni.
Pravda: Hver er skoðun yðar á alþjóðlegu eftirliti með kjamorkuvopnum?
Stalín: Ráðstjómarríkin em þess fýsandi, að kjamorkuvopn verði bönnuð og
hætt verði framleiðslu kjarnorkusprengja. Ráðstjómarríkin em því meðmælt, að
komið verði á alþjóðlegu eftirliti til að tryggja það, að framkvæmd verði sam-
vizkusamlega ákvörðunin um bann við kjarnorkuvopnum og stöðvun á framleiðslu
þeirra, en þær kjarnorkusprengjur, sem þegar em til, verði eingöngu notaðar til
friðsamlegra starfa. Ráðstjómarríkin em meðmælt slíku alþjóðlegu eftirliti.
Málsmetandi menn í Bandaríkjunum tala einnig um eftirlit, en eftirlit þeirra
grundvallast ekki á stöðvun framleiðslu á kjamorkuvopnum, heldur á áframhald-
andi framleiðslu, og raunar í svo ríkum mæli, er samsvarar því hráefnamagni, sem