Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 98
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liverju landi stendur til boða. Af þessu leiðir, að ameríska eltirlitið grundvallast ekki á banni kjarnorkuvopna, heldur á löghelgun þeirra, og með því verður lög- helgaður réttur stríðsæsingamanna til að tortíma þúsundum og hundruðþúsunda friðsamra borgara með kjamorkuvopnum. Það er auðsætt, að þetta er ekki eftirlit, heldur skrípamynd af eftirliti, svik við friðarvonir þjóðanna. Auðvitað getur slíkt eftirlit ekki fullnægt friðelskandi þjóð- um, sem krefjast þess, að kjamorkuvopn verði bönnuð og framleiðslu þeirra hætt. Eftir að blaðaviðtalið við Stalín hafði verið birt, slumaði allmikið í hinum málglöðu Bandarikjamönnum, og síðan hefur það lítt verið í orð fært að varpa kjarnorkusprengjunni á Kóreuvígstöðvarnar. Nú eru Bandaríkin borin þeim sök- um, að þau hafi beitt sóttkveikjuvopnum í Kóreu, og sakir þessar hafa verið stað- festar af evrópskum blaðamönnum, sem starfa að fréttaþjónustu á vígstöðvunum. Slík ægivopn hafa ekki eins hátt um sig og kjarnorkusprengjur en gera þó sitt „gagn“. Mánuði eftir að Stalín hafði rætt um kjarnorkuvopnin flutti Vysinskí, utanríkis- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna, tillögur stjórnar sinnar um afvopnun og bann við kjamorkuvopnum á 6. allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna. II Friðarbarátta Ráðstjórnarríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna A vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur nú um langa stund verið háð harðvítug barátta með stórveldum þeim, sem eiga fast sæti í Oryggisráðinu. Þegar SÞ voru stofnaðar var mönnum það Ijóst, að stórveldin 5 mundu hafa það á valdi sínu, hvort heimsfriður fengi haldizt. Neitunarvaldið í Öryggisráðinu var beinlínis sett ti' þess, að ekkert eitt stórveldi yrði beitt meirihlutavaldi. En mjög snemma beittu Bandaríkin sér fyrir þeirri stefnu að skerða vald Öryggisráðsins. Á 6. allsherjar- þingi SÞ, sem hófst 6. nóv. 1951 höfðu Vesturveldin miklar fyrirætlanir á prjón- unum, sem gengu allar í þá átt að auka vald allsherjarþingsins, þar sem Banda- ríkin geta beitt meirihlutavaldi sínu, en skerða að sama skapi vald Öryggisráðs- ins. Tillögur þessar fóru í þá átt að koma á fót her SÞ; að hægt væri að fela einu eða fleiri ríkjum herfomstu gegn friðrofa. Með þessu átti að gera SÞ að eins kon- ar Atlanzhafsbandalagi, er gæti notað hvaða tilefni sem var til að leggja til skjótr- ar atlögu líkt og gert var sumarið 1950 í Kóreu. Hinn 8. nóv. flutti Vysinskí, fulltrúi ráðstjórnarinnar, fyrstu ræðu sína á 6. þingi SÞ og lagði fram tillögur stjómar sinnar í 4 liðum: 1) Allsherjarþingið lýsir það ósamrýmanlegt félagsskap SÞ, að taka þátt í hinu árásarsinnaða Atlanzhafsbandalagi, og að viss ríki leyfi Bandaríkjunum hersetu í löndum sínum. 2) Lönd þau, sem taka þátt í hemaðaraðgerðum í Kóreu skulu hætta þeim þeg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.