Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 103
ANNÁLLERLENDRA TÍÐINDA
93
sumri var ekki lengur hægt að hemja egypzku þjóðina. Hún krafðist brottfarar
Bretahers og innlimunar Súdanhéraðs í Egyptaland. Wafdistaflokkurinn sem hef-
ur meirhluta á þingi gat ekki lengur daufheyrzt við kröfum alþýðunnar, og 15.
okt. 1951 sagði þingið upp báðum brezk-egypzku sáttmálunum, um Súezsvæðið
og samstjóm í Súdan.
Það var nú ljóst, að Bretar fengu ekki einir komið neinu tauti við Egypta.
Nokkru síðar lögðu fjögur ríki Atlanzhafsbandalagsins, Bandaríkin, Bretland,
Frakkland og Tyrkland, áætlun fyrir egypzku stjómina um þátttöku í „Herstjóm
Miðausturlanda". Egyptaland skyldi nú skipa sinn sess í heimshernaðarbandalag-
inu gegn Ráðstjómarríkjunum. En stjómin hafnaði þessu. Bmtust þá út óeirðir
í Kaíró og fleiri borgum, Bretar sendu út flugumenn til að fá tækifæri til að taka
Egyptum blóð, og hinir innfæddu fengu nú smjörþefinn af því hvað það kostar
að hafa land sitt hernumið af erlendum her.
Farouk konungur vék Nahas Pasha frá völdum í lok janúar 1952 og hefur snú-
izt gegn sjálfstæðishreyfingu landsins. Innlend og erlend vopn eru nú borin á hina
marghrjáðu alþýðu Egyptalands, en um það er ekki að villast, að úr þessu verður
þjóðin ekki svæfð né barin aftur til hlýðni. Egyptar em vaknaðir, og þeir eru
reiðir.
Annáll erlendra tíðinda
JanúaT—marz 1952
I
Áramótareikningur kalda stríðsins
Árið 1951 er ár mikilla viðburða og stórtíðinda. Annállinn hefur oft gert að
umræðuefni hið kalda stríð, er Bandaríkin hafa hrundið af stokkunum eftir lok
hinnar síðari heimsstyrjaldar. Það virðist ekki úr vegi að gera upp hinn pólitíska
ársreikning þessa stríðs, þegar hið nýja ár ríður í garð.
Þess skal þá fyrst getið, sem markverðast er: 725 milljónir fullvaxinna manna hafa
skrifað undir kröfuna um frið og samkomulag með hinum fimm stórveldum heims-
ins. Áratugum saman hafa friðarhreyfingar starfað í heiminum, en aldrei fyrr í
sögunni hefur tekizt að sameina slíkan fjölda manna undir eitt merki sem í dag.
Árangur friðarhreyfingarinnar hefur átt meiri þátt í að afstýra heimsstríði en flesta
fær grunað. Hinn nafnlausi múgur, sem valdhafamir fyrirlíta, hefur lagt sitt þunga
lóð á vogarskálamar, og sannað það með undirskrift sinni, að orð hans og athöfn
eru þyngst á metunum þegar öllu er á botninn hvolft. Það er þessum múg að þakka,
að vér höfum enn frið á jörð.