Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 109
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA
99
Kosningar þær, sem nú er lokiff, sýna það Ijóslega, aff pólitísku einræffi Kon-
gressflokksins er lokiff. Hann getur ekki lengur talað fyrir munn allrar ind-
versku þjóðarinnar, enda hefur hann brugðizt hagsmunum meirihluta hennar.
Urslit kosninganna leiða þaff í Ijós, að Kongressflokkurinn hefur fengiff
41,437,704 atkv. af 94,478,498 greiddum atkv., eða 44% atkvæða. En kosninga-
lögin eru með þeim hætti, aff hann hefur samt fengið 64% allra þingsæta.
Kommúnistaflokkurinn og samfylking hans fékk um 6 milljónir atkvæða og 28
þingsæti á indverska ríkisþingiff. Kommúnistaflokkurinn er þegar orðinn næst-
stærsti flokkur landsins, og er þetta geysilegur sigur þegar þess er gætt, aff
flokkurinn hefur í raun og veru veriff bannaður í flestum ríkjum Indlands og
flestir þingmannaefnanna verið í fangelsum. I hinum einstöku ríkjum hefur
sigur kommúnistaflokksins þó orffið enn meiri en þingmannatala hans á ríkis-
þinginu gefur til kynna. I ríkinu Travancore-Cochin fékk Kongressflokkurinn
44 þingsæti, kommúnistar 35 og sósíaldemókratar 12. 1 Madras fékk Kongress-
flokkurinn 152 þingmenn af 375, kommúnistar 61, sósíaldemókratar 15. Komm-
únistaflokkurinn er bannaður í Hajdirabad, en hlaut þó 42 þingsæti, Kon-
gressflokkurinn 93, af 175.
1 herbúðum þeirra, sem hafa gert „baráttuna gegn kommúnismanum" að
lífshugsjón sinni, hafa úrslit indversku kosninganna valdið mikilli skelfingu.
Fréttamaður Reuters í Nýju Delhí túlkaði kosninganiðurstöðumar á þessa
leið: „Kommúnistar hafa vakið mesta undrun í indversku kosningunum. Kosn-
ingarnar hafa breytt aðstöðu þeirra. Til þessa hafa menn litið á þá sem seka
skógarmenn og níðinga, og leiðtogar þeirra setið í fangelsi. En nú eru þeir
sýnilega orffnir löglegur stjómmálaflokkur, er hefur mikil áhrif um allt ríkið
og í höfuðborginni."
Kommúnistaflokkur Indlands hefur haldið inn á pólitíska þjóðbraut annarra
Asíuþjóða: að sameina baráttu verkalýðs og bænda í órofa heild og leggja
þannig gmndvöll að fullu þjóðfrelsi Indverja og sjálfstæði.
III
Atlanzhafsráðið í Lissabon
Það • er kannski meira tákn en tilviljun, að Atlanzhafsráðið kom síðast til
fundar í Lissabon, höfuðborg Portúgals, einræðisríkis Salazars. Það fer vel á,
aff hið vopnaða vestræna „lýðræði“ eigi með sér rökræffur í háborg fasismans
á Pýreneaskaga. Ekki virtist heldur renna á meydóm hins vestræna lýðræðis í
Lissabon, þótt fulltrúar grískrar og tyrkneskrar ógnarstjórnar sætu þar fund
Atlanzhafsráðsins í fyrsta sinn. Hitt var öllu heldur, að menn söknuðu á ráð-
stefnunni fulltrúa Francós. Utanríkisráðherra Portúgals, Páll Cunha, sagði í
ávarpsræðu sinni til fulltrúanna, að hann harmaði það mjög, að Spánn hefði
ekki veriff tekinn inn í Atlanzhafsbandalagið.