Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 114
t
UMSAGNIR UM BÆKUR
V_______________________________________________y
Jóhannes úr Kötlum:
Dauðsmannsey.
Siglingin mikla.
Frelsisálian.
Heimskríngla 1949—1951.
1
Það er spauglaust fyrir einn auman rit-
dómara að fá upp í lúkurnar bók eins og
Dauðsmannsey Jóhannesar úr Kötlum.
Hann byrjar á lestrinum, og innan
skamms veit hann ekki sitt rjúkandi
ráð. Mvað á þetta eiginlega að vera?
Á það að vera raunhæf mynd af íslenzku
sveitalífi? Eða á það að vera einhvers
konar táknmynd, sem ber að skilja ann-
arlegum skilningi? Ellegar er þetta bara
Teyfari af vogaðasta tagi? Eru þetta
mannlegar persónur, gripnar úr raun-
verulegu lífi, eða eru það blind og ótam-
in náttúruöfl, klædd í mannleg gervi?
t>að gagnar auðvitað lítið að spyrja eða
hefja upp kveinstafi — ekkert af því
hrín á höfundinum. Mitt er að yrkja,
ykkar fáráðlinganna að skilja. Annarar
líknar er ekki af honum að vænta.
Margt í þessari bók er með allmiklum
ólíkindum, vægast sagt. Eitthvað er hún
skrýtin samkundan hjá hreppstjóranum
í stórabænum í 4. kapítula, þar sem Ó-
feigur Snorrason, auknefndur grallari,
liggur undir ákæru yfirvaldanna fyrir
kvennafar og aðra ósiðsemi. Þá eru ekki
síður furðuleg viðskipti þeirra Jóns
hreppstjóra og galdramannsins af
Ströndum norðan. Eða þá heimsókn
Samsonar Jasonarsonar trúboða frá Jútu
á bæ Ófeigs, háttalag hans allt og sam-
skipti við Guddu vinnukonu. Og fleiri
dæmi mætti nefna í svipuðum dúr, þótt
hér verði staðar numið.
Aðalpersóna og burðarás þessarar
sögu er bóndinn í litlabænum á Illvita,
áðurnefndur Ófeigur Snorrason Sæ-
mundssonar hins sterka, gulur á hár og
skegg og hörundslit, jafnvel með gular
glærur í augunum, þunnnefjaður, höku-
mjór. Ófeigur þessi er kynlegur fugl,
völundur að hagleik, hagyrðingur til
sveitarbrúks, hestamaður, vitlaus í
brennivín og kvenfólk, höfðingjadjarfur
orðhákur, uppreistargjarn í eðli, stór í
lund, en lítill búmaður og safnar ekki
veraldarauði. „Eg vil lifa á meðan eg
lif>“, segir Ófeigur. „Heimurinn er ekki
vanur að dekstra mann, drengur minn,
og því hef eg æfinlega lagt í vana minn
að nota tækifærið út í æsar, augnablikið
er í rauninni það eina líf, hitt er ekki
neitt. . . . Það fullkomna varir sjaldan
nema örskotsstund, þess vegna getur
augnablikið verið heilli eilífð dýrmætara.
Fólk biður um lukku, meira að segja æ-
varandi lukku, það heldur að lukkan
standi stöðug, annar eins spólurokkur og
heimurinn er. Og þegar svo á að höndla
hana grípur það í tómt“ - „Þú skalt aldr-
ei súta hvað um þig er sagt, þeir sem eru
sjálfum sér trúir eru oft níddir og of-
sóttir hvað mest. En það gerir ekkert
tii, jafnvel þó þú sért dæmdur í tukthús
eða hengdur gerir það ekkert til ef þú