Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 115
UMSAGNIR UM BÆKUR 105 ert bara viss um sakleysi þitt sjálfur. Maður á aldrei að haga sér eins og þræll, maður á alltaf að haga sér eins og kóng- ur, ef maður hagar sér eins og kóngur þá er maður kóngur þó maður eigi ekki bót fyrir rassinn á sér“ — „Maðurinn er skrýtin skepna, drengur minn, og sú er ein kvikindisnáttúra hans að hafa gam- an af að bregða fæti fyrir náungann — niðurlæging okkar er hans upphefð. Galdurinn er að kunna að taka niður- lægingunni, standa jafnréttur upp aftur þó buxumar séu leystar ofan um mann á almannafæri.“ Slík er lífsspeki sú, er Ófeigur grallari þylur syni sínum, þegar þeir ríða saman í réttirnar. Og í samræmi við hana lifir hrnn, eftir því sem tilföng og aðstæður leyfa. Sennilega er þetta lífsviðhorf ekki líklegt til veraldargengis og vinsælda — allra sízt þegar kotungar eiga í hlut. En hvort sem hleypidómar okkar gagnvart stórlæti Ófeigs valda eða um er að kenna of lausum tökum höfundarins á mótun persónunnar, þá mun æði mörgum les- endum fara svo, að þeim finnist Ófeigur grallari ekki meira en miðlungi hugþekk manngerð. Að minnsta kosti verður okk- ur karlmönnum meðal annars torskilin sú mikla kvenhylli, sem hann nýtur. Og þó — hefur ekki kvenkynið alla tíma verið okkur óleysanleg ráðgáta? Önnur persóna sögunnar er eiginkona Ófeigs, Sigurfljóð íkaboðsdóttir, þybbin kerling, sem lætur sér ekki bregða við voveiflega hluti, óbifanleg eins og bjarg á hverju sem gengur, hefur mikið dálæti á sínum grallara, en heldur þó fyllilega sínum hlut. Hjónaband þeirra er barn- laust, en aðskiljanlega hálfrefi hefur Ó- feigur bóndi á samvizkunni. Og svo er það Guðrfður vinnukona, sem náttúrlega er barnsmóðir grallarans, einn þessara blessaðra sakleysingja, sem virðast til þess eins skapaðir að láta troða á sér og gabba sig, lítilsigld og veiklynd, ekkert nema gæðin og þolin- mæðin, en alger þræll siðvenjunnar og hltypidómanna. „Hún grét þegar hún vai hrygg og hún grét líka þegar hún var glöð — það var hennar náttúra". Kannski fáum við skýrasta mynd af henni þar sem hún ásamt syni sínum stendur yfir fé í fannfergi og vetrar- hörku berlæruð undir pilsunum og son- urinn ávítar hana fyrir að klæðast ekki brókum: „Guð fyrirgefi þér að tala svona, Sigurður. Heldurðu að eg sé ein- hver dræsa?“ Þetta eina tilsvar segir ekki svo lítið um manneskjuna. — En eftii að trúboðinn frá Jútu hefur skírt hana upp úr fjósstampinum verður hún Guðríður Saronsrós, frelsuð sál, hættir jafnvel að gráta, en dreymir um það eitt að komast í samfélag síðustudagaheil- agra vestur þar og ganga í eina sæng með trúboðanum. En hér er ekki unnt að telja upp per- sónur sögunnar, þær eru margar og á ýmsan veg girnilegar til fróðleiks. Ekki heldur verður atburðarásin rakin. Þarna gerist sitt af hverju, bæði sennilegt og ósennilegt. Frásögnin er hraðstreym og hressileg og margt skringilegt ber á góma. Eftir því sem á söguna líður sætt- ir maður sig betur við frásagnarsnið höf- undar og meðferð á persónum, og þegar tekur að harðna verulega á dalnum og búsveltan þjarmar að kotungunum, er manni skapi næst að láta alla gagnrýni faií og gefa sig straumþunga frásagnar- innar á vald. Hámarki sínu nær sagan með vorharðindunum. Ófeigur bóndi er löngu orðinn brennivínslaus og tóbaks- laus „og nú gaf hann það andskotanum að hann, afkomandi Sæmundanna, frjáls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.