Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Síða 118
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR æðra bekk, búa í salarkynnum þeim, er Býsn nefnist. En svo eru fínu mennimir á fyrsta plássi, en þar eiga vist fjórir íslendingar, og að sjálfsögðu er Ófeigi hvað mest uppsigað við þá. Er þá fyrstan að telja útflutningsstjórann Gretti Ás- mundarson, auknefndan Jesnó. Hann heíur hvorki þreytt Drangeyjarsund né glímt við forynjur, og fyrir honum ber grallarinn litla virðingu og leikur hann háðulega í orðum. Þá hlífist hann og lítt við guðfræðinginn Ólaf Ólafsson, sem með litlum árangri reynir að beina hin- um villuráfandi sauðum á rétta braut — „eða hélt þetta fólk kannski að það gæti stolist frá guði og djöflinum með því að fara til Ameríku." En eftirminnilegast stingur Ófeigur upp í þann, sem er hon- um þó mest að skapi, Ketil Bogason, heimspeking frá Hafnarháskóla. Ketill þessi er einkar geðug persóna, hefur drukkið í sig framfara- og frelsishug- myndir nýja tímans og gerist svo lítillát- ur að láta Ijós sitt skína meðal pöpuls- in- í Býsninni. Að ræðu hans lokinni tekur grallarinn til máls: „Vel hefur Landshöfðinginn mælt og hef eg ekki í annan tíma hlustað á öllu stórmannlegra tal.... En hefur þú, Ketill Bogason, nokkurn tíma skorið kind?“ Þetta skeyti geigar ekki, það hittir beint í mark. Og eins og það er samboð- ið hinum hvatvísa orðhák Ófeigi Snorra- syni segir það manni einnig nokkuð um höfundinn, hugkvæmnr hans og mark- hæfni. Af fjómenningunum á fyrsta plássi er Ófeigur veikastur á svellinu gagnvart knpplingnum doktor Skagalín. Veldur þar nokkru um líkamsvanki mannsins og afskræmilegt útlit, en hitt þó meiru, að þessi óhugnanlegi kroppinbakur höfðar ósleitilega til metnaðardrauma hans og sérgæðishneigðar. Það er ekki laust við að kotkarlinn Ófeigur með sína eilífðarmaskínu gangi með ofurmennis- spíru í maganum, og þegar hann er titl- aður hugvitsmaður og séni, er eins og öll vopn séu slegin honum úr höndum. Allt er þetta mannlegt og sálfræðilega hárrétt skilið. Það er ekki hægt í stuttri umsögn að gefa neina viðhlítandi hugmynd um þessa bók. Hér er meira að segja alveg gengið fram hjá veigamiklum þáttum hennar. Unga kynslóðin á þarna sína eig- in sögu, sem mörgum mun þykja sérlega hugðnæm. Að mínum dómi er þetta ann- að bindi verksins mun betur skrifað en það fyrsta. Við lestur ýmissa kafla þess fæ ég ekki varizt þeirri hugsun, að næsta fáii muni þeir prósarithöfundar hér á landi, sem fari fram úr Jóhannesi úr Kötlum að hugkvæmni og tilþrifum í stf. Mér kemur í hug smámynd frá byrj- un ferðalagsins mikla: Gudda vinnu- kona situr við öldustokk skipsins og horfir inn til átthaganna, er smám sam- an sveipast bláleitum kvöldskuggum. En hugur hennar dvelur ekki svo mjög við það, því hún ber áhyggjur þungar út af dálítilli slysni, sem henni varð á. Þegar hún var að feta sig upp skipsstigann, greip hana svimi, svo hún í fátinu sleit skóinn af fæti þess, er næstur var, og missti hann í sjóinn. Þetta var íslenzkur sauðskinnsskór bryddur, sjálfsagt spari- skór mannsins, sem ætlaði á honum til Ameríku — og hvernig kemst nú aum- ingja maðurinn þangað skólaus? Þarna er einkennilega fléttað saman skopi og barnslegri hugarhlýju. Eða lítum á sjöunda kapítula bókar- innar. Nærri lætur, að hann sé um synd- ina, eins og sjöundi kaflinn í Helgakveri. Ófeigur grallari situr í almyrkum fanga-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.