Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingslund Sæmundanna og íslenzk rétt- lætiskennd hefur blossað upp í honum um stundarsakir. I fangaklefanum hittir hann fyrir góðkunningja sinn doktor Skagalín, þann erkiþrjót, sem hefur nú að eigin sögn drepið mann og bíður hengingar. Og nú gerist undur, sem er sízt ómerkara en þegar eilífðarvélin fór í gang hjá Ófeigi: Skagalín, sem allra manna mest hefur alið á stórmennsku- draumum hans, snýr nú allt í einu við hiaðinu, neyðir hann til að ganga í sjálf- an sig og kemur honum til að skammast sí-i — kannski í fyrsta skifti á æfinni. ... „Þú átt konu sem passar upp á þig eins og sjáaldur auga síns — þú ert með öðrum orðum elskaður. Og samt léztu mig, sem veit ekki hvað er að vera elsk- aður, telja þér trú um að þessi mann- eskja væri einskis virði. Þú fórst meira að segja að rembast við að fyrirlíta hana. Finnst þér þetta ekki andstyggilegt? En svona ertu: hvað mikið sem þú ert elsk- aður hugsarðu aldrei um neitt nema sjálfan þig. Ef nokkur á skilið að verða hengdur þá ert það þú ... Það er ekki nóg að hafa sál og vera séní og smíða ei- lífðarmaskínu ef maður er hundspott eftir sem áður og ætlar bara að verða ríkur og frægur á öllu saman.“ Þetta verður grallaranum eftirminnileg ker.nslustund, og samtímis tekur ófreskj- an Skagalín á sig mannlega mynd í aug- um lesandans og kallar jafnvel á samúð hans. Öll eru þessi viðskipti þeirra kumpána hin athyglisverðustu. Senn dregur að leikslokum fyrir Ó- feigi Snorrasyni. Þó á hann eftir að ganga undir eitt þrældómsokið enn: böðulsstarfið í sláturhúsunum miklu, þar sem andrúmsloftið er þrungið hrylli- legum blóðþef og dauðavein fórnardýr- anna nísta hann í gegn. Þar er það, sem örlögin greiða honum úrslitahöggið, og hann er fluttur meðvitundarlaus heim í kjallaraholu fjölskyldunnar. Upp frá því er hann eins og hver annar hjálparlaus barnsungi, lamaður og ruglaður, alger- lega á valdi konu sinnar. Því hlutskipti má hann vel una úr því sem komið er. Hann er hvort eð er eina barnið, sem Sigurfljóð húsfreyja hefur eignazt. Skyldi annars nokkurri íslenzkri konu hafa verið sunginn máttugri og látlaus- ari dýrðaróður en henni í þessu verki? Þrek hennar, æðruleysi og tröllatryggð eiga sér líklega ekki mörg dæmi, hvort heldur er í lífi eða bókmenntum. Og sjálfur grallarinn, sem okkur var svo sama um og höfðum jafnvel hálfgerð- an ímugust á meðan hann hélt sig á sinni dauðsmannsey — hann hefur kom- ið okkur nær og nær eftir því sem á verkið sóttist. Við uppgötvum, að hann hefur sigrað að lokum, okkur er farið að þykja vænt um hann, þennan kynjakvist, runninn úr íslenzkri hrjósturmold, rót- lausan og ráðvilltan í annari heimsálfu. Við fylgjum honum á hans síðustu göngu, þegar hann, halltur og hugstola, ræðst í að strjúka áleiðis til f jalla heima- haganna og tekur með sér eina smíðis- gripinn sinn, sem enn er vís: Sveinu litlu Ófeigsdóttur. Dauðsmannseyjan, sern hann hvarf burt frá á svörtum, er nú orðin drauma- og óskalandið, sem öll hans vænglama þrá hnígur að. Við unn- um honum þess vel, að önd hans klári sig heim í Vaglasveit, þó ekki væri til annars en að verða þar norðanstrekk- ingur um tind. Smíðisgripur — já, vel á minnzt. Ein- hvers staðar hér að framan gætti nokk- urrar efablendni um kvennagullið Ófeig Snorrason. Það er engu líkara en eitt- hvað svipað hafi hvarflað að höfundin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.