Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 11
SVERRIR KRISTJÁNSSON :
Efnishyggja og húmanismi
Stepháns G. Stephánssonar
Hinn 4. ágúst 1873 var mikið um að vera í hinu hljóðláta, hálfdanska
"kauptúni Norðurlands, Akureyrarbæ. Jarmandi sauðir og hneggjandi
frýsandi hross voru flutt um borð í brezka kaupskipið „Queen“, sem lá
á Pollinum og skyldi sigla til Skotlands að kvöldi. En þar voru einnig
aðrir farþegar: hálft annað hundrað íslenzkra sveitamanna á leið til
Vesturheims. Fólkið sem var að leggja upp í þessa löngu för var flest
fátækt og umkomulítið, fólk á flótta undan ísaárum og harðinda, und-
an vistarbandi og ómagaframfærslu íslenzkra hreppa, undan pólitísku
ófrelsi Danastjórnar. Ekki var heldur haft mikið við þessa útflytjendur.
Þeir urðu að deila klefa og lest í skipinu með sauðunum og hrossunum,
um það hil jafn réttháir þessum málleysingjum, er þeir áttu félag við
yfir hafið. Og þó vildi þetta fólk ekki hverfa úr landi eins og hundar.
Þessir snauðu íslenzku landnemar kvöddu Island með sama hætti og
landnámsmennirnir, forfeður þeirra, höfðu heilsað því, er þeir litu það
augum í fyrsta skipti fyrir þúsund árum og minntust akranna, er þeir
höfðu misst, og horfðu á þann Kaldbak, er þeir hrepptu. Með kvæði
kvöddu útflytjendurnir ísland. Guðmundur Stefánsson, fyrrum bóndi
í Víðimýrarseli í Skagafirði, bað son sinn, ekki tvítugan mann, að yrkja
fyrir sig kvæði að skilnaði til þeirra, sem eftir urðu. Sonurinn orti þá
.Kveðju, ættjarðarljóð í stíl amtmannsins og skáldsins á Möðruvöllum,
■og var þetta síðasta erindið:
Ættlandið forna! Þér óhöppum varni
alföður himneska stjómandi mund,
meðan að logar á íslenzkum arni
eldurinn norrænn á feðranna grund.