Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 52
162
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En í B hafa orð organistans um ódauðleika blómanna verið flutt á þenn-
an stað í lok kaflans:
livert ferð'u, sagði ég.
Hann sagði: Leiðirnar eru margar.
Og blómin þín, sagði ég.
Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í
vor — ef ekki hér þá annarsstaðar. 325
Þegar organistinn segir í A, að blóm séu ódauðleg, „einsog hann hafði
oft sagt áður“, þá lítur þetta út eins og hver önnur kenning hans um
hlutina. En með því að breyta lítilsháttar gangi sögunnar á þessum stað
og láta orðin um blómin koma seinast í kaflanum tengir skáldið þau
fastara síðasta kaflanum og lokum allrar sögunnar, þar sem Ugla er á
flótta frá torginu með blómvönd sinn á handleggnum. En um leið er
sambandið milli blómanna annarsvegar og organistans sjálfs og örlaga
hans hinsvegar orðið innilegra. 1 bókinni verður þetta samband loks
enn skýrara, þar sem tilsvari B-handritsins, „Leiðirnar eru margar“,
hefur verið breytt í „Sömu leið og blómin“. Lok kaflans bendir ótvírætt
til þess, að organistinn hafi hugsað sig feigan, þegar hann segir þetta.
Það er þó ekki fyrr en í B, að þessi hugmynd skáldsins kemur greini-
lega í ljós: „eftilvill gékk hann ekki heill til skógar“ (325) — með þeim
orðurn lýsir Ugla vini sínum við kveðjur þeirra, en þá athugasemd
hennar vantar í A. Þannig hafa blómin og organistinn verið tengd hvort
öðru á þann hátt, er bendir á ódauðleika þeirra, eða ódauðleika þeirra
lífsverðmæta, er þau tákna.
Eins og oftar hefur skáldið einnig hér vinzað ýmislegt úr handritun-
um í viðleitni sinni að skerpa aðaldrætti frásagnarinnar. Þegar organ-
istinn hefur fengið Uglu fésjóðinn með því skilyrði að segja aldrei
neinum frá því, bætir B við þessum setningum:
Ég sagði ekki neitt, það hefði verið hlægilegt að fara að bjóðast til að gefa honum
kvittun, eða segja á þá leið ég skal borga þér þetta seinna; eða þú skalt fá það með
vöxtum þegar maðurinn minn er kominn í betri ástæður; ég þakkaði ekki einu sinni
fyrir þvf það er hlægilegt að þakka fyrir stórar upphæðir þó ekki væri nema af þeirri
ástæðu að það er ekki hægt að gefa þær; og ekki hægt að eiga þær; ekki rétt að eiga
þær: allir peníngar falsaðir nema daglaun manns; 323
En þessum hugleiðingum hefur verið sleppt í bókinni. Þessi atburður
virðist líka mun áhrifameiri, ef hann fær að njóta sín athugasemda-
laust.