Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 98
208 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Stríöið 1939—40, þýzkt hernám, mótspyrnuhreyfingin: Paul Éluard var einn þeirra sem mestu áorkaði til að safna frjálsum skáldum í eina fylkingu gegn kúgurunum. Margir andans menn Frakklands kusu að fara í útlegð heldur en að búa við hernám. Ameríka, Norður-Afríka urðu hæli ýmissa. Að sjálfsögðu höfum við engan rétt til að ásaka þá fyrir það. En það getur ekki farið hjá því að við berum mikla virð- ingu fyrir þeim sem kusu heldur að dveljast áfram í Frakklandi og taka þátt í þjáningu þjóðar sinnar, neituðu meira að segja, meðan nokkur hluti landsins átti þó enn að heita frjáls, að yfirgefa París, eins og Élu- ard og ýmsir fleiri gerðu. Liðsmenn Éluards í mótspyrnuhreyfingunni hafa síðar meir rómað hið uppgerðarlausa hugrekki hans við nákvæm ætlunarverk, þar sem ekkert mátti út af bera. Um tíma varð hann að skipta um dvalarstað í hverjum mánuði, til að blekkja þýzku lögregluna. Hann var viðriðinn fjölda af ólöglegum tímaritum og útgáfum, og rit- stýrði sjálfur tveim tímaritum: L’Usage de la Parole í byrjun stríðsins og L’Éternelle Revue sem hann stofnaði 1944. Árið 1942 gekk hann í konmiúnistaflokk Frakklands. Ef menn eru sammála um að Capilale de la Douleur sé hápunkturinn í*starfi Éluards milli stríðanna, þá held ég sé óhætt að segja að ljóð hans frá stríðsárunum séu annar hápunktur. Chanson compléte (1939), Le Livre ouvert I og II (1940 og 1942), Le Lit la Table (1944), (þess- ar bækur eru allar gefnar út í einni bók 1947 undir titlinum Le Livre ouvert), Au Rendez-vous Allemand (1944), þar sem upp er tekið Poésie et Vérité 1942 (Skáldskapur og sannleikur, titill sem segir meira um skáldskap Éluards en margar skýringar) — þessar bækur gefa okkur aftur hina tæru rödd fyrri ljóða hans, sem nú hljómar þó af meiri þunga, meiri alvöru, meiri þátttöku í örlögum mannanna. Paul Éluard átti sinn stóra þátt í því að viðhalda andlegu þreki frönsku þjóðarinnar á hernámsárunum. Ljóð hans, prentuð ólöglega í tímaritum og bæklingum, og oft undir dulnefni, bárust til allra.* Allir * Hernámsárin voru annars merkilegt blómaskeið í frönskum skáldskap og það sýnir vel hvers virði skáldskapurinn getur orðið þjóð á hættustund. Skáldin voru sameinuð og fundu til samábyrgðar sinnar með þjóðinni. og fólkið kom til móts við þau. Áhuginn á skáldskap varð mjög almennur, sennilega almennari en hann hefur verið nokkru sinni síðan á miðöldum. Nú sækir allt í sama horfið og fyrir stríð: fáir lesendur og tímaritin helguð skáldskap, sem komu fram á stríðsárunum, hafa lognazt út af hvert á fætur öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.