Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 28
138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR'
á sviði landbúnaðar og almennrar menntunar. Yelmegun fólksins vex
greinilega með hverju ári. Það er komizt svo að orði í merkum bókum,
að jafnmiklar framfarir á jafnskömmum tíma séu einsdæmi í sögunni.
Opinberar skýrslur Þjóðabandalagsins, sem ekki er neitt tiltakanlega
vinveitt Rússum, segja svo frá, að Ráðstjórnarríkin séu það land heims-
ins, sem langmestar framfarir hafi orðið í á síðustu árum, og þið mun-
ið þó, hvernig herir Hitlers skildu við landið. Svona getur þá ríkis-
rekstur borið sig, þegar þeir eru ekki útvaldir til að gæta hans, sem
hafa þá lífshugsjón að setja hann á hausinn.
En mörgum utan járntjalds hættir við að halda, að þessar framfarir
hafi orðið á kostnað sálarinnar. Rússar séu orðnir sálarlausar vélar,
sem grimmir kommúnistaleiðtogar hýði áfram án mannúðar og misk-
unnar.
En þetta er misskilningur. Þið hafið kynnzt hér nokkrum sendinefnd-
um frá Sovétríkjunum. Finnst ykkur þær hafa líkzt mótor eða sauma-
maskínu?
Stalín brýndi það oft fyrir þjóð sinni, bæði í ræðum og ritum, að
takmark iðnvæðingarinnar væri ekki vélin, heldur maðurinn. Og þá
stefnu hefur mannlífsþróunin fyrir löngu tekið í Ráðstjórnarríkjun-
um.
Ég veit ekki, hvort Rússar lesa almennt bænirnar sínar, áður en þeir
fara að sofa. En hitt veit ég og það vita fleiri, að þeim hefur heppnazt
að festa ýmsa punkta góðra bæna í þjóðlífi sínu. Þarna austur í heimi
morgunroðans er risið upp ríki, sem ber hærra siðferðilega en þau lönd,
sem hæla sér af kristinni menningu eða amerískri lífsfílósófíu. Um-
hyggjan fyrir vellíðan mannsins er þar eystra stórum meiri en i kristnu
menningarríkjunum. Og þar hygg ég, að bolsivíkarnir hafi hitt nokk-
urnveginn á kjarna kristindómsins. Virðing fyrir andlegum verðmæt-
um er þar meiri en í löndum Jesú Krists. Drykkjuskapur hefur minnkað
svo ískyggilega, að Rússar telja hann ekkert vandamál lengur. Glæpum
hefur farið svo hnignandi, að komið er til „atvinnuleysis“ í þeirri stétt
manna í Moskva, sem gætir laga og réttar. Manndráps- og klám-bók-
menntir og -kvikmyndir þekkjast eingöngu af afspurn gegnum járn-
tjaldið úr löndunum hans Jesús. Vændi hefur verið eftirskilið tign
„hinna frjálsu þjóða“. Og ég veit ekki betur en Ráðstjórnarríkin, Kína
og alþýðulýðveldin í Austur-Miðevrópu séu hin einu lönd í heimi, sem