Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 101
PAUL ÉLUARD
211
held það sé varla réttur skilningur. Þegar hann segir í Pouvoir tout dire
(1951):
J’ai mal vécu et mal appris á parler clair
(Eg hef lifað illa og lært illa að tala skýrt)
þá er þó aðeins um að ræða eitt aí temum alls skáldskapar hans. Éluard
hefur aldrei verið allskostar viss um að hann lifði vel, einhver tilfinn-
ing óvissu, sem stundum nálgaðist sektartilfinningu, kemur í ljós hér
og þar í öllu verki hans við hliðina á hamingjunni —
... je ne suis pas tout á fait innocent
(... ég er ekki algerlega saklaus)
stendur í síðasta ljóði hans.
Að geta sagt allt hefur alltaf verið æðsta markmið Éluards. Hann
hefur barizt gegn einangrun mannsins eins og svo mörg beztu skáld
þessarar aldar, sem ýmsum hefur virzt vera öld meiri andlegrar ein-
angrunar en þær fyrri. Hann hefur viljað að allir gætu talazt við, og
ef til vill er skáldskapurinn eina leiðin til þess. Ég held það sé jafn-
mikil fjarstæða að telja surrealismatímabil Éluards blett á ferli hans
eins og að harma að hann gerðist kommúnisti síðar. Þeir sem telja
surrealismann hrösun ungra manna gera sig seka um að greina ekki
mismun tveggja tímabila. Ekkert var eðlilegra en að skáld með heiðar-
leik Éluards gengi í flokk surrealista. Surrealisminn var að vísu milli-
bilsástand, en ef til vill voru hinar óvægu listrænu kröfur sem surreal-
istar gerðu til sín forsendur þess að þeir gerðu strangar kröfur til lífs
síns, kröfur sem aftur hlutu að leiða til þess að margir þeirra veittu
síðar framfaraöflum heimsins sitt fulla liðsinni. Þeir gerðu ekki mun
á skáldskapnum og lífinu, og engu skáldi fremur en Éluard var líf og
skáldskapur eitt og hið sama.
Málsnotkun Eluards tók allmiklum breytingum á síðustu árum hans.
Að sjálfsögðu var mál hans alltaf að breytast, það var alltaf lifandi.
Mál hans, þetta mál sem hefur verið líkt við kristal, gagnsætt og þó
dularfullt og áfengt, var í raun og veru nýtt mál. Hann notaði þó jafnan
hin algengustu orð, jafnvel orð sem áður hefði ekki þótt hæfa að nota
í skáldskap, en það er alltaf eins og hann lýsi þau upp á nýjan hátt,
svo okkur finnst að við höfum ekki heyrt skáldlegri orð fyrr: