Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 161
UMSAGNIR UM BÆKUR
271
■sú framtakssemi í atvinnumálum sem
Jar var oðrum landshlutum framar,
■einkum í stofnun þilskipaútgerðar.
Mætti það lielzt að bókinni finna að
'þessu efni eru ekki gerð þau skil sem
æskilegt væri, en það skal játað að bæði
•er það mál lítt rannsakað og mundi
að vissu leyti hafa farið út fyrir þau
takmörk sem höfundurinn hefur sett
■sér. En þarna er bersýnilega óleyst verk-
efni, að rekja tengslin milli nýjunganna
■í atvinnuháttum og nýrra strauma í
menningarmálum. Þau tengsl skjóta upp
höfðinu hvað eftir annað í þessari bók,
þótt ekki séu þau gerð að meginvið-
fangsefni. Sem dæmi má benda á grein
Brynjólfs Benedictsens til varnar þilju-
mönnum, sem hann ritaði fyrir Bréflega
félagið. Þar ræðst hann eindregið gegn
'hinum forna stórbændahugsunarhætti
sem stöðugt var andvígur útgerð sem
sjálfstæðri atvinnugrein og hafði haldið
uppi linnulausri baráttu gegn henni síð-
an á 15. öld. I þessu greinarkorni sjáum
við ljóslega átök nýs og gamals tíma,
merki um komandi byltingu í atvinnu-
háttum.
Vestlendingar er merkileg bók, því
að hún vísar veginn að nýjum viðfangs-
efnum í sögu síðustu aldar. Og þó að
efnið sé ekki tæmt þá flytur hún svo
mikinn nýjan fróðleik að hún er stór-
mikill fengur íslenzkri menningarsögu.
Allir sem þessum fræðum unna hafa
ástæðu til að þakka Lúðvík Kristjáns-
syni fyrir þetta verk og að vænta sér
góðs af síðara bindinu, en þar verður
viðfangsefnið nátengdara stjómmálasög-
unni.
/. B.
Pjotr Pavlenko:
LífiS bíður.
Geir Kristjánsson íslenzkaði.
Æskilegt hefði verið að fá að vita eitt-
hvað um höfund þessarar bókar, því
hann mun vera ókunnur mönnum hér;
nokkur formálsorð hefðu dugað. Þetta
er alllöng skáldsaga, rúmar 18 arkir.
Það er fróðlegt að fá á íslenzku sögu
eftir nútímahöfund rússneskan og kynn-
ast því hvernig þeir skrifa og viðfangs-
efnum þeirra. Margt hefur verið sagt um
þessa höfunda og ekki allt sem fallegast
eða virðulegast. Nú geta menn séð með
eigin augum og dæmt sjálfir. Bókin er
ágætlega þýdd og beint úr frummálinu,
rússnesku, og fer þess vegna ekkert milli
mála.
Sagan gerist í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Rauði herinn stikar risa-
skrefum vestur eftir Evrópu og rekur á
undan sér hinn „óvíga“ her nazistanna.
Voropaév liðsforingi var í sigurför
þessari, en honum tókst ekki að komast
lengra en til Búlgaríu, þar missti hann
annan fótinn og var sendur heim aftur.
Nú var styrjöldinni að verða lokið, dá-
semdir lífsins biðu, en hann, berklaveik-
ur með einn fót, mundi ekki geta notið
þeirra.
Þegar hann er gróinn sára sinna og
farinn lítið eitt að jafna sig hafnar hann
í smáþorpi við Svartahaf, einráðinn í
því að draga sig út úr starfi og stríði og
lifa friðsömu hvíldarlífi á þessum stað.
Hann er óhamingjusamur, finnst hann
hafa misst meira en hann geti sætt sig
við: annan fótinn, heilsuna og góðan fé-
laga, kvenskurðlækni, sem hann á sínum
tíma vonaði að yrði konan sín.
Þetta þorp er ekki mjög glæsilegur